fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Staðan verst hjá stúlkum í 10. bekk – Fræðsla er lykillinn

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 27. maí 2022 13:59

Mynd úr safni/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill munur er á þátttöku barna í íþróttum hér á landi eftir uppruna þeirra. Verst er staðan hjá stúlkum í 10. bekk þar sem aðeins er talað annað tungumál en íslenska á heimilinu en 71% þeirra stunda nær aldrei íþróttir með íþróttafélagi, samanborið við 45% stúlkna í 10. bekk þar sem eingöngu er töluð íslenska á heimilinu.

Þetta er meðal þess sem kom fram á málþinginu „Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum“ sem Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands stóðu fyrir í vikunni.

Þegar hlutfallið er skoðað fyrir nemendur í 8.,9. og 10. bekk saman á öllu landinu eru það 36% barna þar sem aðeins er töluð íslenska á heimilinu sem stunda nær aldrei íþróttir með íþróttafélagi, 47% barna þar sem íslenska er töluð á heimilinu ásamt öðru tungumáli, og 56% þar sem aðeins er talað annað tungumál en íslenska á heimilinu.

Þetta er litlar breytingar frá árinu 2014 þegar þessi hlutföll voru 36%, 46% og 55%.

„Það er sárt að sjá að við höfum ekki náð að hækka hlutfallið hjá krökkum af erlendu bergi brotin sem eru virk í íþróttum. Þetta hefur lítið breyst frá 2014,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, sem kynnti þessar niðurstöður á málþinginu.

Hún segist telja mikilvægast af öllu að halda áfram öflugu fræðslustarfi og kynningu til barna af erlendum uppruna og foreldra þeirra, svo sem inni í skólunum og í hverfamiðstöðvum.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Mynd/UMFÍ

Þá þurfi að setja sérmerkt fjármagn í það hvernig best sé að vinna að því að börn taki þátt í skipulögðu íþróttastarfi, og sömuleiðis í fræðslu til þjálfara sem taka á móti börnum af erlendu bergi brotin og eru mögulega með fjölda barna í sínum hópi sem tala fullt af öðrum tungumálum en íslensku.

Margrét Lilja nefnir einnig sérstaklega mikilvægi þess að fræða fólk af erlendum uppruna um tengsl þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi við jákvæða þætti á borð við minni vímuefnanotkun þar sem það er misjafnt eftir menningarsvæðum hvort þessi tengsl séu til staðar.

Á málþinginu var einnig fjallað um öflugt starf í Breiðholti þar sem sérlegir sendiherrar sjá um að brúa bilið milli kerfisins og innflytjenda, en þetta eru þá einstaklingar af erlendum uppruna sem tala íslensku og eru með gott tengslanet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölvuárás á Grundarheimilin

Tölvuárás á Grundarheimilin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“
Fréttir
Í gær

Ungur maður á Akranesi handtekinn í nótt, grunaður um nauðgun – Sótti stúlku til Hafnarfjarðar

Ungur maður á Akranesi handtekinn í nótt, grunaður um nauðgun – Sótti stúlku til Hafnarfjarðar
Fréttir
Í gær

Ofurflensa herjar á Evrópu -Hvetja til grímunotkunar og Covid-hegðunar

Ofurflensa herjar á Evrópu -Hvetja til grímunotkunar og Covid-hegðunar
Fréttir
Í gær

Marko fékk þungan dóm

Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu