fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Már varð fyrir aðkasti á veitingastað vegna leiðsöguhundsins – Sögðust ekki vera hrifin af hundum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. maí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og sundkappinn landsþekkti, Már Gunnarsson, varð fyrir óþægilegri upplifun á veitingastað í Kópavogi í gær, þegar maður einn tók að áreita leiðsöguhundinn hans. Már lýsir atvikinu svo í færslu á Facebook:

„Mig langar til að sega frá miður skemmtilegu atviki sem við Max urðum fyrir í dag.

Við vorum staddir á veitingarstað, eftir góða máltíð stend ég upp frá borðinu og er að gera okkur klára til að yfirgefa staðinn.

Þar sem við stöndum við básinn okkar heyri ég sagt í miklum æsingi-“svona svona færðu þig koma svo”-aðkomumaðurinn ýtti og potaði í Max sem stóð við fætur mér á meðan ég reyndi að átta mig á stöðunni. Maðurinn og hans fólk voru s.s. á leiðinni í básinn til hliðar við okkur og í leiðinni töluðu þau um hvað þau væru ekki hrifin af hundum. Ég snéri mér að viðkomandi og sagði að ef hann þyrfti að koma einhverju á framfæri gæti hann alveg bara talað við mig og þegar þú ert að reyna að hafa samband við einhvern sem ekki sér þá væri fallega gert að vera bara nice. Hann brást ílla við og sagði- þú snérir baki í mig ég gat engan veginn séð að þú ert blindur( ég benti honum á að hundurinn sem hann var að pota í er merktur leiðsöguhundur og eigandinn með staf. Aðkomumaðurinn sagði þá við mig að ég ætti nú að hafa vit á því að standa ekki á miðjum gangi!Hefði veitingarstaðurinn verið fullur af fólki sem hann var ekki og hvergi pláss til að athafna sig þá er þetta samt ekki rétta leiðin til að eiga í jákvæðum og virðingafullum samskiptum. Virðum leiðsöguhunda-þeir eru okkur mikilvægir!“

Í samtali við DV bendir Már á eitt atriði sem kemur ekki fram í færslunni, að veitingastaðurinn var nánast mannlaus þegar atvikið átti sér stað, fyrir utan þá aðila sem hér koma við sögu. Því var algjörlega ljóst að hundurinn var ekki fyrir neinum. Aðspurður segir Már að fjandsamlegt viðmót sem þetta sé sjaldgæft, annað vandamál varðandi leiðsöguhundinn Max sé algengara:

„Ég myndi segja að alls staðar þar sem við komum sé okkur tekið vel, svona yfirleitt, en helsta áskorunin við að vera með leiðsöguhund er sú að fólk vill klappa þeim eða komast í kontakt við hundinn. Það er hins vegar stranglega bannað, þegar hundurinn er í vinnunni á bara að láta hann afskiptalausan.“

Mikilvægt er að vekja sérstaka athygli á þessu: Leiðsöghundum á ekki að klappa, fólk á að láta þá afskiptalausa. 

Már segir hins vegar að ekkert slíkt hafi vakað fyrir þessum manni sem var að pota í hundinn og ýta við honum og í raun var þetta bara áreitni.

„Það var líka hundaþjálfari með mér í merktum hundaþjálfaragalla, fyrir utan að þarna var annar merktur leiðsöguhundur,“ segir Már sem telur nær útilokað að maðurinn hafi ekki vitað að hann var að atast í leiðsöguhundi. Þá finnst honum athugasemdir um að fólk sé ekki hrifið af hundum vera óviðeigandi í aðstæðum sem þessum.

„Þetta var mjög súrrealískt móment og sorglegt líka. Þegar maður bendir fólki á eitthvað og reynir bara að vera næs á móti, að fólk sjái þá ekki að sér og biðjist afsökunar, það finnst mér skrýtið,“ segir Már ennfremur.

Már bendir ennfremur á að hundurinn hafi alls ekki verið að abbast upp á fólkið heldur hafi setið kyrr við fætur Más og fullkomlega afskiptalaus. „Hann skiptir sér ekki af fólki,“ segir Már. „En hvort sem þetta er leiðsöguhundur eða ekki þá er þetta bara almenn ókurteisi,“ segir hann ennfremur.

Þess má geta að í miðju símtalinu fór leiðsöguhundurinn Max að gelta því hann heyrði einhverja hreyfingu frammi. Voru Már og Max í heimsókn hjá ömmu Más. „Hann er heilmikill varðhundur líka,“ sagði Már eftir að hann var búinn að hasta á hundinn og róa hann.

Már var hinn hressasti þegar DV ræddi við hann og lætur atvikið ekkert á sig fá. Heilmikið spennandi er í gangi hjá honum. Hann segist vera með meiri áherslu á tónlistina en sundíþróttina þessi misserin en hann og tónlistarkonan Iva Adrichem sendu nýlega saman frá sér lagið „Sjálfráða“.

Undanfarið hefur hann vakið athygli fyrir dagskrárgerð í þættinum Landinn á RÚV. „Það var ekkert smá skemmtilegt,“ segir Már um það verkefni. Flestir muna líka eftir frammistöðu Más og systur hans Ísoldar, í undankeppni Eurovision í vor en þau lentu í þar í 3ja sæti með lagið „Don´t You Know“.

„Það er margt spennandi að fara að gerast sem er leyndarmál í bili en verður sagt frá bráðlega. Það eru nýir og spennandi tímar framundan. Ég hvet áhugasama til að fylgjast með,“ segir Már að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi