fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Tíkin Þoka var numin á brott og skilin eftir bjargarlaus úti á þjóðvegi – „Ég lít á þetta sem ofbeldisverknað gagnvart mér og fjölskyldu minni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 10:56

Tíkin Þoka. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundur Sólrúnar Lilju Ragnarsdóttur var tekinn í leyfisleysi í Laugarási í Biskupstungum á föstudaginn og fannst rúmum hálftíma síðar við Bitru, ráfandi um og yfir þjóðveg 1, í um 30 km fjarlægð frá heimili sínu. Vegfarendur sem rákust á tíkina fóru með hana á dýraspítala til að huga að ástandi hennar og lesa úr örmerki og eftir það rataði Þoka aftur í hendur eigenda sinna.

Sólrún telur sig vita hver þarna var að verki og ýmis gögn styðja þann grun án þess að taka af allan hugsanlegan vafa. Maðurinn tengist Sólrúnu og telur hún þetta óþokkaverk hafa beinst gegn henni persónulega. „Ég lít á þetta sem ofbeldisverknað gagnvart mér og fjölskyldu minni, sem þykir afar vænt um tíkina,“ segir Sólrún í samtali við DV.

Hún greindi frá málinu í Facebook-færslu á föstudaginn og bað um að möguleg vitni að atvikinu gæfu sig fram. „Það höfðu samband við mig þrír einstaklingar sem sáu þarna karlmann í lopapeysu“ segir Sólrún, en sú lýsing passar við þann sem hún hefur grunaðan.

Sólrún bíður þess nú að komast að í kærumóttöku hjá lögreglunni til að kæra manninn fyrir dýraníð og ofbeldi. Gögn og lýsing sjónvarvotta benda eindregið á áðurnefndan mann en enn vantar þó eitthvað sem tekur af allan vafa um að maðurinn hafi sleppt tíkinni úr bíl sínum við þjóðveginn eða Skeiðaveg á þeim tíma sem atvikið varð.

Sem betur fer varð tíkinni Þoku ekki meint af þessu. Hún er 15 ára gömul og með ský í augum en við góða heilsu. Hún er ólarlaus og ekki með aðra merkingu en örmerkingu þar sem hún fer aldrei langt, að sögn Sólrúnar. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn má búast við lögreglukæru á næstu dögum. Auk þess hefur málið verið tilkynnt til MAST sem dýraníð.

Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að atvikinu eru beðnir um að hringja í Sólrúnu í síma 6977853.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Í gær

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni