fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Héngu á hvolfi í sjokki eftir bílslys á Búrfellsvegi – „Við erum báðar bara ennþá að meðtaka þetta“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 13:53

Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abbý Cadisa lenti í bílslysi á Búrfellsvegi í nágreinni við Selfoss um helgina ásamt vinkonu sinni en þær voru á leiðinni heim til sín eftir bústaðarferð. „Við vinkonurnar vorum saman uppi í bústað. Ég og önnur vinkona mín vorum í bílnum mínum, ég var við stýrið,“ segir Abbý í samtali við DV um slysið.

„Við vorum að keyra niður brekku og þá kemur allt í einu skilti sem segir að það sé malarvegur framundan en malarvegurinn var bara einhverjum metra frá þessu skilti. Ég missti náttúrulega bara stjórn á bílnum og hann snérist í nokkra hringi og rúllaði síðan niður í grasið.“

Abbý og vinkona hennar sluppu nokkuð vel miðað við aðstæður. „Við erum eitthvað hnjaskaðar, við erum báðar með í bakinu og í sjokki ennþá,“ segir Abbý. „Við erum báðar bara ennþá að meðtaka þetta en við sluppum samt svakalega vel, brotnuðum náttúrulega ekki.“

Héngu á hvolfi í sjokki

Eftir að bíllinn velti út af veginum héngu Abbý og vinkona hennar á hvolfi í áfalli. „Við erum þarna hangandi á hvolfi í beltinu í nokkrar mínútur, báðar í algjöru sjokki. Síðan spyrjum við hvora aðra hvort allt sé í lagi og þá var næsta skref bara að reyna að spenna sig úr beltinu og komast út úr bílnum,“ segir Abbý.

„Við náðum ekki að opna hurðirnar til að byrja með því það var svo mikið gras fyrir þeim en svo náðum við að opna aðra afturhurðina og við komumst út um hana. Síðan stóðum við kyrrar í nokkrar mínútur fyrir utan bílinn og næst var bara að hringja í einhvern til að sækja okkur og það reddaðist.“

Leitar ráða

Abbý segist ekki vilja fá neina fjárhagsaðstoð vegna slyssins en hún væri þó til í að fá ráð um það hvað hún geti gert varðandi bílinn. Hún veltir því fyrir sér hvort hún ætti að reyna að láta gera við hann eða hvort hún eigi bara að henda honum.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í einhverju svona. Hann virtist vera frekar heill því allar hurðirnar opnast og lokast, ég ætla að fara með nokkrum og reyna að snúa honum við – sjá hvort hann sé ökuhæfur.“

Abbý biður þá sem geta hjálpað henni og gefið henni ráð varðandi hvað hún á að gera við bílinn að hafa samband við sig í síma 866-6379.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum