Í Miðborginni var maður í annarlegu ástandi handtekinn þegar hann var að reyna að stela vespu. Hann var í annarlegu ástandi.
Í Háaleitis- og Bústaðahverfi voru tveir handteknir á vettvangi grunaðir um eignaspjöll og húsbrot. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Einn ökumaður var kærður fyrir akstur sviptur ökuréttindum.
Í Hafnarfirði var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir en þar voru einhverjir á ferð og voru að kíkja inn um glugga og skoða inn í bifreiðar. Viðkomandi voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur eftir að hraði bifreiðar hans mældist 123 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.
Í austurhluta borgarinnar var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi liggjandi í garði. Þegar lögreglan ræddi við hann sagðist hann bara hafa verið í sólbaði og gekk síðan sína leið.