fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. maí 2022 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem blaðamennirnir fjórir sem hafa stöðu sakborninga í Samherja-símamálinu, eða einhverjir þeirra, hafi haft aðgang að gögnum sem þeir áttu ekki að hafa. Samkvæmt öruggum heimildum DV sendi Landsréttur lögmanni Aðalsteins Kjartanssonar, Gunnari Inga Jóhannssyni, fyrir mistök gögn sem hann átti ekki að fá, þar á meðal skýrslutöku Páls Steingrímssonar hjá lögreglu og önnur gögn.

Samherja-símamálið snýst um rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á stuldi á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, vorið 2021, og afritun á gögnum úr honum. Líkur eru á því að Páll hafi orðið fyrir byrlun í aðdraganda símaþjófnaðarins en hann var fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur. Um tíma var honum ekki hugað líf en hann náði sér þó. Þegar hann lá meðvitundarlaus á Landspítalanum var símanum stolið frá honum. Síðar um vorið birtu Stundin og Kjarninn fréttir upp úr samskiptum lítils hóps fólks, þar á meðal Páls, sem fékk heitið Skæruleiðadeild Samherja, en þar vildu fjölmiðlarnir meina að lagt hafi verið á ráðin um áróðursstríð gegn tilteknum blaðamönnum og fleiri aðilum. Talið er að þær fréttir hafi byggt á gögnum úr síma Páls. Páll hefur mótmælt tilurð þessarar skæruliðadeildar og segir að hún sé eingöngu hugarfóstur þessara fjölmiðlamanna.

Löngu síðar upplýsti Lögreglan á Akureyri að fjórir blaðamenn hefðu stöðu sakbornings í málinu og ættu að mæta til lögregluyfirheyrslu. Tveir blaðamannanna hafa látið reyna á lögmæti þess að þeir séu boðaðir til yfirheyrslu og hefur það tafið málið svo að blaðamennirnir hafa ekki verið yfirheyrðir enn.

Lögreglustjórinn á Akureyri hefur gefið út að rannsóknin varði meðal annars dreifingu á persónulegu efni úr síma Páls. Um mun vera að ræða viðkvæmt myndefni af Páli og konu einni.

Einn blaðamannanna fjögurra, Þórður Snær Júlíusson, skrifaði leiðara um málið á Kjarnann þann 11. apríl síðastiðinn. Þar lýsti hann rannsókninni sem tilraun til að takmarka tjáningarfrelsi blaðamanna. „Alþekkt er að vinna efni upp úr gögnum sem afhent eru í óþökk þeirra sem þau fjalla um. Það er svo hlut­verk blaða­manna að meta erindi þeirra og ákveða fram­setn­ingu. Dómur um hversu vel tekst til er í höndum ykk­ar, les­enda,“ sagði Þórður meðal annars í grein sinni.

Hann bendir jafnframt á að kæra Páls Steingrímssonar til lögreglu hafi snúist um þjófnað á síma hans og meinta eitrun. Sú kæra hafi aldrei beinst að blaðamönnum. „Níu mán­uðum síðar var fjórum blaða­mönnum samt sem áður kynnt að þeir væru með stöðu sak­born­ings í saka­mála­rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra. Þeim er hins vegar ekki gefið að hafa framið þau brot sem Páll kærði. Fyrir liggur játn­ing aðila, sem er ekki blaða­mað­ur, á því að hafa tekið síma hans tíma­bundið ófrjálsri hendi og engar ásak­anir liggja fyrir um að blaða­menn hafi eitrað fyrir Páli,“ segir enn fremur í greininni. Þórður tekur fram að sjálfur hafi hann aldrei séð kynlífsmyndbönd af Páli Steingrímssyni og því síður dreift slíku efni. Þórður skrifar enn fremur:

Yfir­heyrslur sem þegar hafa farið fram benda til þess að Páll hafi meira að segja eytt ein­hverjum slíkum mynd­böndum út af síma sínum áður en hann afhenti lög­reglu hann til rann­sókn­ar, sem gefur til kynna að hann sjálfur hafi haft lít­inn áhuga á vit­neskju lög­reglu um til­urð mynd­band­anna. 

Þessi klausa gefur til kynna að Þórður hafi á þessum tímapunkti haft upplýsingar sem hann átti ekki að hafa, þ.e. um skýrslutöku Páls hjá lögreglu. Eyþór Þorbergsson, varasaksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, hefur staðfest í tölvupóstssamskiptum við Pál að lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, eins af fjórmenningunum, Gunnar Ingi Jóhannsson, hafi fyrir mistök fengið send frá Landsrétti gögn sem hann átti ekki að fá. Hann hafi síðar verið beðinn um að eyða gögnunum og ekki dreifa þeim.

Eyþór segir ennfremur að Gunnar Ingi hafi ekki haft rétt á þessum gögnum þar sem hann var ekki orðinn verjandi Aðalsteins því hvorki Aðalsteinn né aðrir með réttarstöðu sakbornings hafi mætt í yfirheyrslu.

Gunnar segist ekki hafa afhent gögn – Þórður segist hafa rannsóknargögn

DV ræddi stuttlega við Gunnar Inga sem kannast ekki við að hafa afhent umrædd gögn. DV ræddi einnig við Þórð Snæ, sem staðfestir að hann hafi lesið rannsóknargögn í málinu en segist hins vegar ekki sjá ástæðu til að tilgreina nánar hvað gögn hann hafi séð. „Ég hef lesið þau rannsóknargögn sem afhent voru í Landsrétti og ég sé ekki ástæðu til að tilgreina nánar hver þau eru. Hafi verið gerð þau mistök að afhenda of mikið af gögnum sé ég ekki að það sé mitt vandamál. Það er eðlilegt í svona máli að við og lögmenn okkar reynum að afla eins mikilla gagna og við getum.“

Þórður segir að í gögnunum séu viðkvæmar og persónugreinanlegar upplýsingar sem ritstjórn Kjarnans hafi metið að ættu ekki erindi við almenning.

„Sú ákvörðun var tekin hjá okkur að eini vettvangurinn þar sem ég ætla að tjá mig um þessi gögn væri í gegnum leiðaraskrif. Í þeim leiðara sem hér um ræðir kemur skýrt fram hver mín afstaða er til þessa málareksturs.“

Þórður bendir á að hvorki hann né undirmaður hans á Kjarnanum, Arnar Þór Ingólfsson, hafi sýnt tregðu við að mæta til yfirheyrslu vegna rannsóknar málsins. Þeir hafi verið boðaðir til yfirheyrslu þann 14. febrúar síðastliðinn en henni var frestað vegna málatilbúnaðar Aðalsteins Kjartanssonar sem kærði rannsókn Lögreglustjórans á Akureyri. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær yfirheyrslur yfir þeim félögum fara fram.

Páll ósáttur og skilur ekki af hverju fólkið mætir ekki í skýrslutöku

„Mér finnst það dálítið merkilegt að hópurinn sem hefur hrópað hæst um spillingu hafi nú í tvígang á skömmum tíma fengið óeðlilega meðferð í kerfinu þeim til hagsbóta og virðist aðgengi þeirra að gögnum eða upplýsingum sem þeir eiga ekki tilkall til, vera greitt, sérstaklega þegar það hefur einhverja tengingu við Samherja,“ segir Páll Steingrímsson í samtali við DV. Hann undrast jafnframt að blaðamennirnir fjórir tregðist við að mæta í skýrslutöku:

„En ég skil bara alls ekki af hverju þetta fólk byrjar ekki á að mæta í skýrslutöku áður en það fer að blása til mótmæla og belgja sig um hvernig rannsóknin er, að hverju hún snýst eða á hverju hún byggir. Hver heilvita maður veit að lögreglan leggur ekki málið á borð fyrir þau fyrir skýrslutöku bara af því að þau vilja það. Þau vita því ekki nema að litlu leyti hvernig málið er vaxið og síðast þegar ég vissi giltu ekki sérreglur um blaðamenn sem sjálfir eru grunaðir um brot.“

Páll segir ennfremur:

„Annað sem mér finnst ámælisvert í ljósi almannahlutverks fjölmiðla er sá tvískinnungur Ríkisútvarpsis og Kjarnans að nafngreina og birta myndir af sakborningum í Namibíumálinu og kalla reglulega eftir afsögnum fólks sem ásakað hefur verið, með réttu eða röngu, um hvað eina sem fréttamönnum Ríkisútvarpsins og Kjarnans hefur þótt ámælisvert. Á sama tíma sjá sömu aðilar ekkert athugavert við að starfsfólk þeirra, sem eru sakborningar í sakamálarannsókn sem meðal annars snýr að stafrænu kynferðisbroti skuli ritstýra fréttaþáttum og -miðlum og mæta sem álitsgjafar. Mér þykir þetta heldur valkvætt siðferði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT