fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hlédís og Gunnar stíga fram – Grunar að fósturvísar þeirra hafi verið gefnir öðrum – „Ef þetta eru okkar börn þá þarf að ræða það“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. maí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Árnason reyndu með aðstoð Art Medica að eignast barn fyrir þó nokkrum árum síðan. Fór Hlédís því í eggheimtu og voru tekin úr henni 50 egg og urðu í framhaldinu til 29 fósturvísar. 10 þeirra notuðu hjónin í meðferðir sínar, sem skiluðu ekki árangri. En hvað varð um hina 19?

Hjónin stíga fram í ítarlegu viðtali í helgarblaði Mannlífs þar sem þau greina frá dularfullu hvarfi fósturvísa þeirra og börnunum tveimur sem þau grunar að séu þeirra.

Þau segja að eftir árangurslausar tilraunir til að eignast barn á árunum 2008-2010 hafi þau haldið lífinu áfram. Allt þar til þann 17. desember síðastliðinn þegar ókunnug manneskja vatt sér að að Gunnari út á götu. Sú manneskja vissi að þau hefðu farið í tæknifrjóvgun hjá Art Medica og sagði að ferlið hefði ekki farið fram eins og hjónin hefðu reiknað með. Þar hefðu átt sér stað lögbrot.

„Eins og ég segi – þetta var ekki samtal. Ég hef farið yfir þetta í huganum og ég held ég hafi ekki sagt eitt einasta orð,“ segir Gunnar.

Sjúkraskrá skoðuð óeðlilega oft

Í kjölfarið hafi hjónin farið að skoða málið nánar. Meðal annars hafi þau velt fyrir sér hvers vegna svona mörg egg voru tekin úr Hlédísi og hvað hafi orðið um 19 fósturvísa sem ekki voru notaðir.

Þau fengu aðgang að sjúkraskrá Hlédísar og komust að því að  sjúkraskrá hafði Hlédísar verið skoðuð um 200 sinnum á svipuðum tíma.

Þau segjast í dag vera með rökstuddan grun um að 30 manns hafi skoðað sjúkraskrá hennar og þessir aðilar tengist hvarfi fósturvísanna.

Hjónin segjast hafa fengið gögn frá þriðja aðila sem séu óvéfengjanleg og hægt að leggja þau fyrir dóm.

„Þetta eru sönnunargögn í fyrsta flokki. Það er rökstuddur grunur núna um að það hafi orðið til börn, okkar börn úr þessum fósturvísum sem gufðu upp í meðferðinni og engin viðhlítandi skýring hefur fengist á.“ 

Þau grunar að tveir fósturvísanna hafi farið annað og úr þeim hafi orðið börn. Þau vita hver börnin eru og hafa reynt að setja sig í samband við fjölskyldur þeirra til að óska eftir DNA-rannsókn. Viðbrögðin hafi þó ekki verið jákvæð og þeim hótað að haft yrði samband við lögreglu.

Tengjast tæknifrjóvgunarstöðinni vina- og fjölskylduböndum

Hlédís telur að aðilar tengist málinu innan Landspítalans sem virðist hafa vitneskju um hið rétta og reyni að fela það. Þau segja óþægilegt að báðar fjölskyldurnar sem þarna um ræðir tengist tæknifrjóvgunarstöðinni vina- og fjölskylduböndum. Þau vita einnig til þess að fjölskyldurnar tvær, sem þau grunar að börn þeirra séu að alast upp í, séu í samskiptum, en börnin eru fædd 2010 og 2011.

Þeim hafi aldrei verið tilkynnt um að fósturvísum þeirra hafi verið fargað, en engu að síður hafi Livio gefið þeim þau svör að þeim hafi öllum verið hent.

Þau hafa séð myndir af börnunum tveimur og telja líkur á að þau séu erfðafræðilegir foreldrar þeirra. Sjúkraskýrslur hafi leitt þau að þessum tveimur börnum og tímalínan passi, auk þess sem foreldrar barnanna hafi verið í tæknifrjóvgun á .

„Þetta gerðist allt í samræmi við tímann þegar fósturvísar okkar urðu til.“ 

Mikil líkindi

„Okkur finnst vera mjög mikil líkindi með okkur og okkar fjölskyldu og meira að segja svo mikil að í einu tilfellinu ruglaðist stjúpsonur minn, drengurinn hans Gunnars, á mynd af drengnum og sjálfum sér. Hann hélt að þetta væri mynd af sér. Við sýndum honum. Og ég sé líkindi með fjölskyldu minni; foreldrum þegar þau voru ung, sjálfri mig og svo framvegis,“ segir Hlédís, en þau hjónin taka fram að allar myndir af börnunum hafi verið fjarlægðar af eftir að þau höfðu samband við forsjáraðila.

Þegar sjúkraskýrsla Hlédísar var misnotuð árið 2015 hafi börnin verið 3 og 4 ára og telja hjónin að þarna hafi verið aðilar að verki sem eru blóðskyldir fjölskyldum barnanna að sækja heilsufars upplýsingar.

Nú ætla hjónin að fara með málið fyrir dómstól. Fá úrskurð um að hefja rannsókn, sem þau hafa krafist að fari fram og til þess eru þau tilbúin að leggja fram áðurnefnd sönnunargögn.

„Ef þetta eru ekki okkar börn þá geta allir sofið rólega. En ef þetta eru okkar börn þá þarf að ræða það með hagsmuni þeirra í huga. „

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum