Samkvæmt því sem breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegum stöðuskýrslum sínum um gang mála í Úkraínu þá hefur Pútín rekið háttsetta herforingja á síðustu vikum. Hann kennir þeim um margt af því sem hefur mistekist hjá Rússum í Úkraínu. Í stöðuskýrslunni segir að svo virðist sem það sé algengt innan rússneska hersins að breiða yfir hlutina og finna sökudólga.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 19 May 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/qqKi2Uagzx
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/1JYJHtSWRT
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) May 19, 2022
Serhiy Kisel, yfirlautinant, var að sögn rekinn fyrir að hafa mistekist að hertaka Kharkiv, næst stærstu borg Úkraínu, en rússneski herinn dró sig nýlega þaðan.
Igor Osipov, varaaðmíráll, var einnig rekinn en hann stýrði rússneska flotanum í Svartahafi. Líklegt er talið að hann hafi fengið að fjúka eftir að Úkraínumenn sökktu flaggskipi rússneska flotans í Svartahafi, Moskvu.
Valeriy Gerasimov, formaður rússneska herráðsins, er að mati Bretanna líklega enn í stöðu sinni en óljóst sé hvort hann njóti trausts Pútíns.