fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Guðmundur Örn: „Mamma er búin að hringja nokkrum sinnum í dag og vill komast heim“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 20. maí 2022 13:02

Mynd/Guðmundur Örn Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torgi, sótti móður sína á Landspítalann í gær og fór þaðan með hana á hjúkrunarheimilið Skjól.

„Nú tekur við biðtími þangað til hún kemst á eitthvert elliheimili þar sem hún getur fengið sitt eigið herbergi en það getur tekið allt að 6 mánuði,“ segir Guðmundur í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Í færslunni birtir hann mynd af herberginu sem móðir hans þarf að dvelja í á meðan hún bíður eftir því að komast á elliheimili.

„Þetta er herbergið sem hún þarf að dvelja í með annari konu sem hún þekkir ekki. Mjög kuldalegt allt saman,“ segir hann en myndina af herberginu má sjá hér fyrir neðan.

Mynd/Guðmundur Örn Jóhannsson

„Mamma er búinn að hringja nokkrum sinnum í dag og vill komast heim“

Guðmundur er ósáttur með aðstöðuna þarna á Skjóli og veltir því fyrir sér hvers vegna herbergin eru ekki betri. „Hvar er metnaðurinn, myndi það setja þjóðina á hausinn að leggja aðeins meira í þetta, myndu hlýlegri gardínur, fallegir litir á veggjum, þil á milli rúma, stóll svo hægt sé að tilla sér og falleg gerviblóm og kannski eins og ein falleg mynd úr IKEA á vegginn, setja allt á hliðina,“ segir hann.

„Nei það þarf að halda úti 63 þingmönnum, 12 ráðherrum, hver með 2 til 3 aðstoðarmenn, ráðuneytum, sendiráðum, hinum ýmsu nefndum, borgar og bæjarfulltrúum, auknum styrkjum til stjórnmálaflokka svo eitthvað sé nefnt.“

Guðmundur segir að móðir sín hafi haft samband við sig nokkrum sinnum í gær og sagt að hún vilji fara heim. „Þetta er það sem við bjóðum eldra fólki upp á í dag, hefur greitt skatta og skyldur sínar alla tíð. Mamma er búinn að hringja nokkrum sinnum í dag og vill komast heim.“

Að lokum segir Guðmundur að nú sé kominn tími til að horfa til eldri borgara og sýna fólkinu sem tilheyrir þeim hópi virðingu þeirra síðustu ævidaga.

DV er í eigu Torgs. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur