fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sandra fékk gullna miðann í dag – Flýgur frítt í heilt ár með PLAY

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 19. maí 2022 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Dís Sigurðardóttir innanhúshönnuður hafði heldur betur heppnina með sér, en hún veitti í dag viðtöku „gullnum miða“ flugfélagsins PLAY og getur nú flogið frítt með félaginu í heilt ár.

Það var sjálfur forstjórinn, Birgir Jónsson, sem fékk að tilkynna Söndru gleðitíðindin fyrr í vikunni og svo urðu miklir fagnaðarfundir í höfuðstöðvum PLAY fyrr í dag þegar Birgir afhenti henni gullna miðann.

„Sandra Dís var ein af 10 þúsund manns sem tóku þátt í Borgarkosningum PLAY um liðna helgi. Þar var fólk hvatt til að kjósa uppáhalds áfangastaðinn sinn í leiðakerfi PLAY til að komast í pottinn um að hreppa gullna miðann. Dregið var síðan úr þessum tíu þúsund manna hópi og mun Sandra Dís sem fyrr segir fljúga frítt á alla áfangastaði PLAY, sem eru 25 talsins, í heilt ár.“

Það var einn áfangastaður sem var langvinsælastur í borgarkosningum PLAY og það var sjálf borg draumanna, New York, sem reyndar hefur einnig verið kölluð frumskógur steinsteypunnar í vinsælu lagi. Í tilkynningu segir:

„Í borgarkosningum PLAY var einn áfangastaðurinn langvinsælastur en það var New York í Bandaríkjunum og var Sandra Dís ein af þeim fjölmörgu sem völdu þessa mögnuðu borg.  Jómfrúarflug PLAY til New York Stewart alþjóðaflugvallarins verður 9. júní næstkomandi.

New York Stewart er í 75 mínútna fjarlægð frá Times Square-torginu í Manhattan ef farþegar velja að taka rútu frá flugvellinum sem verður tímasett eftir komum og brottförum PLAY.

Flugvöllurinn er í Hudson-dalnum þar sem finna má Woodbury Commons verslunarkjarnann sem er með 220 verslanir og allar þær helstu sem finna má á Madison Avenue í Manhattan. Þá var stærsti Legoland skemmtigarður í heimi opnaður í 25 mínútna akstursfjarlægð frá New York Stewart í fyrra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð