fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Mikil verðhækkun á íslenskum fiski – Breskir fisksalar áhyggjufullir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 09:00

Fish And Chips er þjóðarréttur Breta. Mynd:Flickr/Smabs Sputzer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einu ári hefur verð á íslenskum fiski hækkað um 93% í Bretlandi og hafa margir þarlendir fisksalar áhyggjur af að þeir verði verðlagðir út af markaðnum. Stríðið í Úkraínu hefur áhrif á þetta og gæti gert út af við marga þeirra sem selja fisk og franskar sem er þjóðarréttur Breta.

23.000 tonn af þorski voru flutt til Bretlands 2020. Stór hluti íslenska fisksins fer í þjóðarréttinn og endar djúpsteiktur, vafinn inn í dagblað með frönskum kartöflum og tómatsósu. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

En 40% af þeim fiski sem Bretar nota í þjóðarréttinn kemur frá Rússum og helmingurinn af steikingarolíunni frá Úkraínu sem er stórframleiðandi sólblómaolíu. Það er þegar ástandið er eðlilegt en það er það ekki núna.

CNN hefur eftir Andrew Crook, forseta NFFF sem eru samtök breskra fisksteikjenda, að allt sé að hækka og hætta sé á að fisksalarnir verðleggi sig út af markaðnum vegna þess og versnandi lífskjara almennings.

Að mati Breta á fiskur og franskar að vera ódýr matur en nú hefur verðið á einum skammti hækkað úr 7 pundum í 8,5.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil