fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Mikil verðhækkun á íslenskum fiski – Breskir fisksalar áhyggjufullir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 09:00

Fish And Chips er þjóðarréttur Breta. Mynd:Flickr/Smabs Sputzer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einu ári hefur verð á íslenskum fiski hækkað um 93% í Bretlandi og hafa margir þarlendir fisksalar áhyggjur af að þeir verði verðlagðir út af markaðnum. Stríðið í Úkraínu hefur áhrif á þetta og gæti gert út af við marga þeirra sem selja fisk og franskar sem er þjóðarréttur Breta.

23.000 tonn af þorski voru flutt til Bretlands 2020. Stór hluti íslenska fisksins fer í þjóðarréttinn og endar djúpsteiktur, vafinn inn í dagblað með frönskum kartöflum og tómatsósu. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

En 40% af þeim fiski sem Bretar nota í þjóðarréttinn kemur frá Rússum og helmingurinn af steikingarolíunni frá Úkraínu sem er stórframleiðandi sólblómaolíu. Það er þegar ástandið er eðlilegt en það er það ekki núna.

CNN hefur eftir Andrew Crook, forseta NFFF sem eru samtök breskra fisksteikjenda, að allt sé að hækka og hætta sé á að fisksalarnir verðleggi sig út af markaðnum vegna þess og versnandi lífskjara almennings.

Að mati Breta á fiskur og franskar að vera ódýr matur en nú hefur verðið á einum skammti hækkað úr 7 pundum í 8,5.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Í gær

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Í gær

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix