fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Hugverkafyrirtæki skortir sérfræðinga til starfa – Þurfa jafnvel að flytja starfsemi úr landi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 08:00

Það sárvantar fólk til starfa i hugverkaiðnaðinum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hugverkafyrirtæki bráðvantar sérfræðinga til starfa og hamlar þessi skortur vexti þeirra. Hugverkafyrirtækið Controlant er meðal þessara fyrirtækja og sér fram á að þurfa að flytja hluta kjarnastarfseminnar úr landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að starfsfólki fyrirtækisins hafi fjölgað úr 50 í 370 á síðustu tveimur árum. Haft er eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins, að hún heyri sögur sem þessar nær daglega frá fyrirtækjum í hugverkaiðnaði.

Hún sagði að nokkur fyrirtæki hafi nú þegar flutt sig til annarra Evrópuríkja vegna þessa. „Við höfum verið að vekja athygli stjórnvalda á stöðunni. Þetta er að gerast mjög hratt um þessar mundir,“ sagði hún.

Hún sagði þetta aðallega vera lúxusvandamál og um leið tækifæri: „Staðreyndin er sú að við erum í alþjóðlegri samkeppni um hæfileikaríkt fólk. Til að standa undir öflugu atvinnulífi. Við verðum að bregðast hratt við og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga til landsins. Þetta er gríðarlega brýnt efnahagsmál.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil