Á áttunda tímanum datt barn í Hafravatn og var mikill viðbúnaður hjá viðbragðsaðilum vegna þess. Barnið náðist upp úr heilt á húfi nema hvað það var blautt og kalt. Það var flutt á bráðadeild til skoðunar.
Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka sviptir ökuréttindum.
Á áttunda tímanum varð árekstur bifreiðar og vespu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Ökumaður og farþegi á vespunni slösuðust lítillega.
Á þriðja tímanum í nótt var ökumaður kærður fyrir að aka með of marga farþega í bifreið sinni og að auki voru tvö börn, sem ekki notuðu viðeigandi öryggisbúnað, í bifreiðinni.