fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Fimm handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli og peningaþvætti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 05:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um fíkniefnamisferli. Einn hinna handteknu er einnig grunaður um peningaþvætti og var hann vistaður í fangageymslu. Hinum var sleppt og mál þeirra afgreidd á vettvangi.

Á áttunda tímanum datt barn í Hafravatn og var mikill viðbúnaður hjá viðbragðsaðilum vegna þess. Barnið náðist upp úr heilt á húfi nema hvað það var blautt og kalt. Það var flutt á bráðadeild til skoðunar.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka sviptir ökuréttindum.

Á áttunda tímanum varð árekstur bifreiðar og vespu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Ökumaður og farþegi á vespunni slösuðust lítillega.

Á þriðja tímanum í nótt var ökumaður kærður fyrir að aka með of marga farþega í bifreið sinni og að auki voru tvö börn, sem ekki notuðu viðeigandi öryggisbúnað, í bifreiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp