fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Gísli í Gamma dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. maí 2022 13:14

Gísli Hauksson einn stofnandi og fyrrum forstjóri Gamma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Hauksson, einn stofnenda sjóðstýringafélagsins GAMMA, hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína ofbeldi fyrir tveimur árum.  Þá var hann auk þess dæmdur til að greiða brota­þola 500 þúsund í miska­bætur ásamt vöxtum frá 14 maí til dagsins í dag. Gísli játaði brot sín fyrir Héraðsdómi í síðustu viku en saksóknari í málinu lagði til áðurnefnda refsingu sem Héraðsdómur féllst á. Fréttablaðið greinir frá.

Brot Gísla taldist varða við grein 218, lið b, í almennum hegningarlögum en refsing fyrir slíkt brot getur verið allt að sex ára fangelsi.

Gísli játaði að  hafi tekið konuna ítrekað kverkataki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andardrátt.

Afleiðingarnar voru þær að konan tognaði á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg auk mikilla yfirborðs áverka á hálsi, öxl og upphandlegg.

Gísli stofnaði Gamma ásamt öðrum í júní 2008 en sagði skilið við fyrirtækið áratug síðar árið 2018. Hann starfaði sem forstjóri fyrirtækisins en seinustu árin einbeitti hann sér að því að stýra uppbyggingu félagsins erlendis í New York og London.

Þá gegndi hann um árabil trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokksins, sat meðal annars í miðstjórn og var um skeið formaður fjármálaráðs. Skömmu eftir að greint var frá kærunni um heimilisofbeldið lét hann af störfum fyrir flokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný