Meirihlutinn er fallinn í Reykjavík samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík sem bárust um kl.1.30 í nótt. Allt stefnir í að sigurvegari kosninganna í höfuðborginni verði Framsóknarflokkurinn sem náði inn fjórum borgarfulltrúum en á þessu kjörtímabili átti flokkurinn ekki fulltrúa í borgarstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn með 24,1% fylgi sem þýðir að flokkurinn fær 6 borgarfulltrúa og tapar því tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningunum. Samfylkingin fær fimm borgarfulltrúa en flokkurinn tapar einnig tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum.
Þá mega Píratar vel við una en þeir virðast ætla að bæta við sig einum borgarfulltrúa. Viðreisn tapar einum manni en Vinstri Grænir halda sínum borgarfulltrúa.
Þá bæta Sósíalistar við sig manni, Flokkur Fólksins heldur sínum fulltrúa en Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa í borgarstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn – 8.805 atkvæði – 24,1% – 6 borgarfulltrúar
Samfylkingin – 7.514 atkvæði – 20,6% – 5 borgarfulltrúar
Framsókn – 6.836 atkvæði – 18,7% – 4 borgarfulltrúar
Píratar – 4.224 atkvæði – 11,6% – 3 borgarfulltrúar
Viðreisn – 1.816 atkvæði – 5,0% – 1 borgarfulltrúi
Flokkur Fólksins – 1.646 atkvæði – 4,5% – 1 borgarfulltrúi
Sósíalistaflokkurinn – 2.925 atkvæði – 8,0% – 2 borgarfulltrúar
Vinstri Grænir – 1.552 atkvæði – 4,2% – 1 borgarfulltrúi
Miðflokkurinn – 884 atkvæði – 2,4% – 0 borgarfulltrúar
Ábyrg Framtíð – 289 atkvæði – 0,8% – 0 borgarfulltrúar
Reykjavík – Besta borgin – 69 atkvæði – 0,2% – 0 borgarfulltrúar
Alls voru talin atkvæði – 37.319. Auður seðlar 647 – Aðrir ógildir 112