fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Dagur borgarstjóri auglýsti kosningarnar á Eurovision-twitter – „Stressaður?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. maí 2022 21:18

Dagur hefur verk að vinna í landsmálum að mati Staksteina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið undir hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem berst fyrir því að halda meirahluta, og mögulega starfi sínu, í sveitarstjórnarkosningunum sem enn standa yfir. Allt bendir til þess að mjótt verði á munum og Dagur, eins og eflaust aðrir frambjóðendur, er því með öll net út.

Athygli vakti að borgarstjóri henti inn hvatningu til mögulegra kjósenda á Twitter og merkti hana með hashtagginu #12stig sem venjulega er aðeins ætlað undir Eurovision-tengd tíst.

„Rétt rúm klukkustund í lokun kjörstaða í Reykjavík – stefnir í hnífjafnar kosningar – nýtum kosningaréttinn! Og sjálfsagt að kjósa í Eurovision í gegnum símann í leiðinni! Koma svo!“ skrifaði Dagur og hvatti fólk til dáða.

Segja má að menntaskólaneminn og aktívistinn Jón Bjarni hafi kjarnað hugsanir netverja saman með einfaldri spurningu til Dags.

„Stressaður?“

Borgarstjóri neitaði því og vísaði lóðbeint í reynslubankann. Hvert atkvæði telur.

„Peppaður – en vann einu sinni stúdentakosningar á fimm atkvæðum. Hættum ekki að hringja og minna fólk á að kjósa fyrr en kjörstaðir lokuðu. Þekkti þessa fimm kjósendur öll með nafni. Brosi enn við minninguna. Miklu meira í húfi nú,“ svaraði Dagur.

Hér má lesa samskiptin á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara
Fréttir
Í gær

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand