fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Dagur borgarstjóri auglýsti kosningarnar á Eurovision-twitter – „Stressaður?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. maí 2022 21:18

Dagur hefur verk að vinna í landsmálum að mati Staksteina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið undir hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem berst fyrir því að halda meirahluta, og mögulega starfi sínu, í sveitarstjórnarkosningunum sem enn standa yfir. Allt bendir til þess að mjótt verði á munum og Dagur, eins og eflaust aðrir frambjóðendur, er því með öll net út.

Athygli vakti að borgarstjóri henti inn hvatningu til mögulegra kjósenda á Twitter og merkti hana með hashtagginu #12stig sem venjulega er aðeins ætlað undir Eurovision-tengd tíst.

„Rétt rúm klukkustund í lokun kjörstaða í Reykjavík – stefnir í hnífjafnar kosningar – nýtum kosningaréttinn! Og sjálfsagt að kjósa í Eurovision í gegnum símann í leiðinni! Koma svo!“ skrifaði Dagur og hvatti fólk til dáða.

Segja má að menntaskólaneminn og aktívistinn Jón Bjarni hafi kjarnað hugsanir netverja saman með einfaldri spurningu til Dags.

„Stressaður?“

Borgarstjóri neitaði því og vísaði lóðbeint í reynslubankann. Hvert atkvæði telur.

„Peppaður – en vann einu sinni stúdentakosningar á fimm atkvæðum. Hættum ekki að hringja og minna fólk á að kjósa fyrr en kjörstaðir lokuðu. Þekkti þessa fimm kjósendur öll með nafni. Brosi enn við minninguna. Miklu meira í húfi nú,“ svaraði Dagur.

Hér má lesa samskiptin á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta eru gíslarnir sjö sem Hamas sleppti í morgun

Þetta eru gíslarnir sjö sem Hamas sleppti í morgun
Fréttir
Í gær

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum