fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Rússar hertóku Snákaeyju á fyrsta degi stríðsins – Nú gæti hún orðið mikill höfuðverkur fyrir þá

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. maí 2022 08:00

Úkraínska frímerkið sem sýnir á táknrænan hátt það sem gerðist á Snákaeyju í upphafi stríðsins. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu daga hafa Rússar og Úkraínumenn barist af hörku við Snákaeyju í Svartahafi. Eyjan varð í upphafi stríðsins tákn fyrir mótspyrnu Úkraínumanna og ekki er langt síðan úkraínska póstþjónustan gaf út frímerki sem heiðrar baráttu úkraínsku varnarsveitanna á eyjunni. En eyjan er orðin enn mikilvægari en áður fyrir Rússa í kjölfar þess að þeir misstu beitiskipið Moskvu sem Úkraínumenn sökktu í apríl.

Á fyrsta degi stríðsins stóðu 13 úkraínskir hermenn á eyjunni, sem heitir raunar Zmijinyj, sem er 16 hektarar og áttu að reyna að verjast árás risastórs rússnesks herskips. Rússarnir báðu Úkraínumennina um að leggja niður vopn en svar þeirra er orðið frægt: „Farið til helvítis.“

En skipið og áhöfn þess fóru ekki til helvítis og frá fyrsta degi innrásarinnar hafa Rússar verið með eyjuna á sínu valdi. Lítið var um fréttir frá eyjunni en það hefur breyst síðustu daga. Úkraínski herinn hefur birt myndir af drónaárásum á eyjuna og í síðustu stöðuskýrslum breska varnarmálaráðuneytisins kemur fram að bardagar nærri eyjunni hafi harðnað að undanförnu.

Bretarnir segja að Rússar reyni nú að styrkja stöðu sína á eyjunni, sem hefur mikla hernaðarlega þýðingu vegna legu sinnar, en Úkraínumönnum hafi tekist vel upp í árásum á eyjuna og birgðaflutninga til hennar.

Eftir að Rússar misstu Moskvu, sem var flaggskip þeirra í Svartahafi, eru þeir líklega orðnir smeykir við að sigla of nærri landi og því háðari því að hafa yfirráð yfir Slöngueyju. Þaðan geta þeir fylgst með skipaferðum um Svartahaf og verið eins nærri Úkraínu og hægt er án þess að vera á skipi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku