fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Hröð þróun í Norður-Kóreu – Veikindi af óþekktum uppruna herja á mörg hundruð þúsund manns – Sex látnir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. maí 2022 06:58

Hótelið trónir yfir Pyongyang í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær skýrðu norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar frá því að fyrsta tilfelli COVID-19 hafi verið staðfest í landinu. Nú, sólarhring síðar, segja sömu fjölmiðlar að einn sé látinn af völdum COVID-19 og að 187.000 manns séu í einangrun.

Það er því sem kórónuveiran dreifst mjög hratt í þessu harðlokaða landi. Þar hefur fólk ekki verið bólusett við veirunni því stjórnvöld höfnuðu því að fá bóluefni frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Kína og Bandaríkjunum.

Sérfræðingar hafa haft áhyggjur af því að ástandið geti orðið mjög slæmt í landinu ef til þess kæmi að heimsfaraldurinn næði þangað. Heilbrigðiskerfið er ekki burðugt og skortur er á mat og öðrum nauðsynjavörum. Telja sérfræðingar að landið geti orðið gróðrarstía nýrra afbrigða af veirunni.

KCNA ríkisfréttastofan sagði í morgun að veikindi, sem hiti fylgir, af óþekktum uppruna hafi breiðst út í landinu síðan í lok apríl. Nú séu 187.000 manns í sóttkví og fái læknisaðstoð. Segir fréttastofan að í heildina hafi 350.000 manns verið með þessi sjúkdómseinkenni og að 162.200 hafi fengið meðferð fram að þessu.

Segir fréttastofan að sex manns, sem hafa sýnt þessi einkenni, hafi látist. Staðfest hefur verið að eitt þeirra dauðsfalla er af völdum Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar. Ekki kemur fram hversu margir af þessum sex greindust með veiruna.

Kim Jong-un, einræðisherra, sýndi sig í sjónvarpi í gær og var með andlitsgrímu. Hann gaf fyrirmæli um algjöra stöðvun samfélagsstarfsemi til að hægt sé að berja „þessa illu veiru niður“.

Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, segir að þjóð hans sé reiðubúin til að veita nágrönnum sínum í norðri neyðaraðstoð og senda þeim lyf og lækningabúnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“