fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Bretar skrifuðu undir varnarsamning við Finna og Svía – „Nýr kafli í sögunni“ opnaðist við innrás Rússa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 08:00

Boris Johnson og Sauli Niinisto undirrituðu samninginn í Helsinki í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Finna og Svía í gær en hann lagði leið sína til Helsinki og Stokkhólms til viðræðna við ráðamenn. Hann undirritaði samninga við báðar þjóðirnar þar sem Bretar heita því að koma þeim til aðstoðar ef ráðist verður á þær og á móti heita Finnar og Svíar að koma Bretum til aðstoðar ef ráðist verður á þá.

Þetta er í raun samningur um öryggismál Finnlands og Svíþjóðar þar til ríkin fá inngöngu í NATÓ en reiknað er með að þau sæki um aðild að NATÓ innan skamms. Finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, og Sauli Niinisto, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem segir að þau telji rétt að Finnar sæki um aðild að NATÓ.

Við undirritun samningsins í Helsinki í gær sagði Johnson að sú aðstoð sem Úkraínu er veitt og samningurinn við Finna og Svía sé lykillinn að því að takast á við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Þegar hann var spurður hvort það sé rökrétt að styðja Úkraínu á sama tíma og Bretar glíma við síhækkandi framfærslukostnað sagði Johnson: „Auðvitað, meiri stuðningur verður veittur á næstu mánuðum“. Hann bætti síðan við að það væru stór mistök að halda að svarið við efnahagsmálum sé að láta Pútín komast upp með villimannslega hegðun sína í Úkraínu.

Það eru mikil tíðindi að Finnar og Svíar virðast ætla að sækja um aðild að NATÓ en bæði löndin hafa haldið fast í hlutleysisstefnu sína frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. En með innrás Rússa í Úkraínu má segja að þeim hafi tekist að ýta Finnum og Svíum í faðm NATÓ. Aðild að NATÓ nýtur mikils stuðnings meðal almennings í báðum löndum og er það algjör viðhorfsbreyting frá því sem var fyrir innrásina.

Sauli Niinisto, Finnlandsforseti, sagði að það væri Rússum sjálfum að kenna að Finnar og Svíar íhugi aðild að NATÓ. Rússar séu orðnir mun árásargjarnari og hafi sýnt að þeir „séu reiðubúnir til að ráðast á nágrannaríki“.

Johnson sagði að innrás Rússa í Úkraínu hafi „opnað nýjan kafla“ í „eftir kalda stríðs sögunni“. Innrásin hafi breytt stöðu öryggismála í Evrópu og endurskrifað raunveruleikann og endurmótað framtíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg