fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Rússneskur togari fékk olíu hjá Skeljungi – „Ég held að að flest sem gert er í tengslum við þessi mál orki tvímælis“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu kom rússneski togarinn Ozherelie til hafnar í Hafnarfirði. Þegar óskað var eftir olíu til kaups fyrir togaranna sagði Olís nei en Skeljungur útvegaði togaranum olíu í gegnum íslenskan viðskiptavin.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að togarinn hafi fengið olíu á föstudaginn frá Skeljungi eftir að Olís hafði neitað að selja honum olíu.

Haft er eftir Frosta Ólafssyni, framkvæmdastjóra Olís, að félagið hafi haft þá stefnu að afgreiða ekki rússneska togara eftir innrásina í Úkraínu og því hafi verið einfalt val að segja nei þegar beðið var um olíu fyrir skipið. „Þetta er ákvörðun sem við tókum snemma í samvinnu við okkar móðurfélag, Haga. Þótt formlega hafi ekki verið rautt ljós á svona viðskipti töldum við best að selja enga olíu til þessara aðila, sem er líka í anda viðskiptaþvingana,“ sagði Frosti.

Þegar leitað var til Skeljungs um olíu til kaups fyrir skipið voru viðbrögðin önnur því félagið seldi olíu til skipsins í gegnum íslenskan viðskiptavin. Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, staðfesti að togarinn hafi fengið afgreiðslu. Þegar hann var spurður hvort salan orki tvímælis á siðferðislegum grunni svaraði hann: „Ég held að að flest sem gert er í tengslum við þessi mál orki tvímælis.“

Hann sagði að fyrirtækið hafi sett sér nýjar reglur eftir þetta og muni ekki afgreiða fleiri rússnesk skip.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg