fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Margir furða sig á „stórbrotinni“ hersýningu Pútíns í gær – Hvar var hann og hvað með flugvélina?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 05:49

Frá hersýningunni á Rauða torginu í gær. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir höfðu beðið gærdagsins með mikilli eftirvæntingu í Rússlandi en 9. maí er einn mesti hátíðisdagur ársins þar í landi, Sigurdagurinn, þar sem sigurs Sovétríkjanna á hersveitum nasista í síðari heimsstyrjöldinni er minnst. Að vanda var blásið til mikilla hátíðarhalda á Rauða torginu í Moskvu þar sem mörg þúsund hermenn gengu fylktu liði og hernaðartól voru sýnd. Ráðamenn fylgdust vel með. En það vakti undrun margra að ekki voru allir þeir viðstaddir sem telja mátti víst að væru viðstaddir hátíðarhöld af þessu tagi.

Margir erlendir sérfræðingar höfðu reiknað með að Vladímír Pútín, forseti, myndi annað hvort lýsa því yfir að rússneski herinn hefði náð markmiðum sínum í Úkraínu eða lýsa yfir stríði á hendur Úkraínu en það hafa Rússar ekki gert og halda sig við að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé að ræða.

En Pútín kom á óvart og gerði hvorugt. Ræða hans snerist um að reyna að varpa sökinni á stríðinu í Úkraínu á NATÓ með því að halda því fram að bandalagið hafi verið á þröskuldi þess að gera árás á Rússland og því hafi þurft að bregðast við með innrás í Úkraínu (sem hann nefndi ekki á nafn í ræðu sinni).

En fyrir utan frekar „máttlausa“ ræðu Pútíns þá vakti það athygli margra að „dómsdagsflugvél“ Pútíns tók ekki þátt í hersýningunni en til stóð að henni yrði flogið yfir Rauða torgið ásamt 76 öðrum flugvélum. Flugið hafði verið æft mikið dagana á undan.

Ástæðan sem var gefin upp fyrir því að vélunum var ekki flogið yfir Rauða torgið var að veður hamlaði því. Það var að mestu heiðskírt yfir Moskvu í gær, 10 stiga hiti og vindhraðinn var 6-7 m/s. En þetta var greinilega of „slæmt“ veður fyrir orustuþotur Pútíns og „dómsdagsflugvélina“ hans. Það er Ilyushin IL-80 flugvél sem Pútín getur leitað skjóls í ef til kjarnorkustyrjaldar kemur eða annarra hamfara. Það á að vera hægt að fljúga þessari vél í öllum aðstæðum en það var greinilega ekki hægt í gær þegar vindhraðinn var 6-7 m/s.

Ilyushin IL-80 (dómsdagsvélin) á æfingu fyrir hátíðarhöldin. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Sérfræðingar velta fyrir sér hvort það geti verið að Rússar séu búnir að senda nær öll sín hernaðartól til Úkraínu og að því hafi ekkert verið eftir í Moskvu til að taka þátt í hersýningunni.

Flugi herflugvéla var einnig aflýst í St. Pétursborg, JekaterinburgSamara og Novosibirisk. Á öllum þessum stöðu var hægur vindur í gær, bjart og frekar hlýtt.

Pútín vakti sjálfur athygli því hann virtist eiga erfitt með gang og ruglaðist á stólum þegar hann fékk sér sæti.

En hann var ekki einn um að vekja athygli því Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, vakti einnig mikla athygli. Hann kom akandi í opinni bifreið og var með svo margar heiðursorður á bringunni að þær földu næstum því þá staðreynd að hann hefur aldrei gegnt herþjónustu. Hann er verkfræðingur að mennt. Shoigu hvarf um hríð fyrr á árinu, samtímis og heimurinn áttaði sig á að Rússar væru víðs fjarri því að vera með undirtökin í stríðinu í Úkraínu.

Sergei Shoigu með allar orðurnar. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

En það sem vakti mesta athygli margra í gær var að Valery Gerasimov, æðsti herforingi landsins, var ekki viðstaddur. New York Times skýrði frá því fyrr í mánuðinum að þann 1. maí hefði hann farið til fremstu víglínu í Úkraínu til að hvetja rússnesku hermennina til dáða. En síðan bárust þær fregnir að hann hefði særst af völdum úkraínskrar sprengju. Hann var sagður hafa særst á læri, væri ekki í lífshættu en hefði særst svo illa að nauðsynlegt hefði verið að flytja hann til Moskvu. Þetta hefur ekki verið staðfest en fjarvera hans í gær hellti heldur betur bensíni á bálið hvað þennan orðróm varðar.

Valery Gerasimov. Mynd:Wikimedia Commons
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“