fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Vopnaður ræningi handtekinn í Hlíðahverfi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 05:13

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 02.29 í nótt var lögreglunni tilkynnt um mann með stóran hníf í Hlíðahverfi. Hann var sagður vera á leið inn í matvöruverslun. Þegar lögreglan var á leið á vettvang var tilkynnt um rán í versluninni.

Maðurinn, sem var í mjög annarlegu ástandi, var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Hann mun hafa ógnað starfsmanni verslunarinnar og krafið hann um sígarettupakka sem hann fékk.

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot á hárgreiðslustofu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hurð hafði verið spennt upp og farið inn og rótað. Ekki liggur fyrir hverju var stolið.

Í Kópavogi var tilkynnt um umferðaróhapp á tíunda tímanum. Þar hafði bifreið verið ekið á vegg. Loftpúðar hennar sprungu út og hlupu ökumaður og farþegar á brott. Þeir komu aftur á vettvang skömmu síðar og ræddu við lögregluna. Ökumaðurinn sagðist hafa misst stjórn á bifreiðinni og orðið hræddur.

Á ellefta tímanum var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Maður sagðist hafa verið í bifreið sinni á bifreiðastæði þegar tveir menn komu þar að. Þegar maðurinn steig út úr bifreiðinni réðust mennirnir að sögn á hann og létu högg og spörk dynja á honum. Hlaut hann áverka við árásina. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðstoðar á bráðadeild. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“