Mjöll Matthíasdóttir, grunnskólakennari í Þingeyjarskóla, hefur verið kjörin formaður Félags grunnskólakennara fyrir kjörtímabilið 2022-2026. Hlaut Mjöll 41,53% atkvæða en tveir aðrir frambjóðendur hlutu töluvert minna fylgi, þau Pétur Georgsson og Þorgerður Diðriksdóttir.