fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Óvænt áletrun á dekki rússnesks herbíls – „Einhver hefur farið djúpt inn á lager“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 06:07

Þessi áletrun hefur vakið töluverða athygli. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur það sýnt sig að ökutæki hersins hafa oft ekki getað komist leiðar sinnar í landinu. Ástæðan er að mikil leðja er víða í Úkraínu á þessum árstíma og erfitt að komast leiðar sinnar utan vega. En nú eru komnar fram vísbendingar um að fleira geti átt hlut að máli.

Björn Stritzel, fréttamaður Bild, birti nokkrar myndir á Twitter sem voru teknar nærri víglínunni við Prudianka nærri Kharkiv. Á þeim sést ónýtur herbíll af gerðinni BM-21. Slíkir bílar eru venjulega notaðir til að skjóta svokölluðum Gradflugskeytum.

Það sem vekur athygli við bílinn er lítið merki á hlið sprungins dekks. „Made in USSR“ stendur á því en USSR var skammstöfun Sovétríkjanna sem leystust upp 1991.

Þessi áletrun hefur vakið töluverða athygli. Skjáskot/Twitter

 

 

 

 

 

Myndirnar vöktu einnig athygli Trent Telenko sem starfaði áður hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu og veit að sögn eitt og annað um rússnesk hergögn. Hann segir að „Made in USSR“ stimpillinn sé athyglisverður en þó sé ekki hægt að slá neinu föstu um aldur dekkjanna út frá honum. Þau geti verið eldri en 31 árs en líklega séu þau yngri. Þegar Sovétríkin leystust upp var atburðarásin mjög hröð og það gæti hafa liðið nokkur tími þar til búið var að laga framleiðslulínur, til dæmis framleiðslulínur dekkja, að nýrri stöðu.

En hann bendir á að greinilegar sprungur séu á dekkinu og gúmmíið sé farið að láta á sjá og það bendi til að hér sé um „mjög gamalt dekk“ að ræða. Þetta bendi til að Rússar glími við alvarlegan dekkjaskort.

„Einhver hefur farið djúpt inn á lager einhvers staðar í Rússlandi til að finna þessi kalda stríðs dekk því engin önnur voru til. Maður setur ekki eitthvað svona, sem getur hugsanlega verið hættulegt, undir stórt vopnakerfi nema maður sé örvæntingarfullur. Það á líka við ef maður er Rússi,“ skrifaði hann á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi