fbpx
Fimmtudagur 26.janúar 2023
Fréttir

Níðstöng reist við Sólsetrið undir Esjurótum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. apríl 2022 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ábúendur á Skrauthólum og stofnendur hins svokallaða Sólseturs við Esjurætur hafa orðið fyrir áreitni undanfarið í kjölfar umfjöllunar um samkomuhald þar.

Mörgum misbauð auglýsing fyrir samkomuna þar sem börn voru boðin velkomin en um leið sagt að ást og erótík yrði könnuð og boðið upp á ofskynjunarlyf.

Linda Mjöll Stefánsdóttir, sem býr að Skrauthólum og stofnaði Sólsetrið, benti á að mjög lítill skammtur af sveppalyfi hafi verið í boði sem valdi ekki ofskynjunum, ekkert erótískt hafi átt sér stað og allir hafi verið í fötunum. Á vef Mannlífs er að finna frásögn konu sem var þátttakandi í samkomunni og segir hún að þar hafi ekkert óeðlilegt farið fram. Það sem hafi dregið hana að viðburðinum hafi verið kakó og dans. Konan segir enn fremur:

„En tilfinningin sem èg fékk persónulega á viðburðinum var einsog þetta væri upphafið að einhverju stóru. Einsog eitthvað væri að fara gerast. Svo ég naut hvers augnabliks og hafði ásetninginn um að njóta af gleði og ást, fyrir sjálfan mig. Vera í núvitund. En ég sækist í andlega viðburði af þeirri ástæðu og til að styrkja sjálfan mig, kafa dýpra inni mig og sitja betur í mér.“

Vegfarandi sem átti leið um svæðið varð var við að sett hafði verði upp níðstöng nálægt Sólsetrinu. Sendi hann DV meðfylgjandi mynd. Segir hann að lögregla sé á leiðinni vegna stangarinnar.

Er DV ræddi við Lindu vissi hún ekki af níðstönginni. Hún var hins vegar nýkomin af fundi með nágrönnum sínum sem hafa kvartað undan starfseminni. Segist Linda hafa fengið mjög kærleiksrík einkaskilaboð undanfarið þar sem fólk hefur lýst áhuga á starfseminni og löngun til að kynnast henni betur.

Níðstöngin var sett upp skammt frá veginum sem liggur upp að Skrauthólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“
Fréttir
Í gær

Fréttavaktin: Skólaforðun og mannekla sálfræðinga

Fréttavaktin: Skólaforðun og mannekla sálfræðinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigufélagið Alma hætti við að greiða bætur eftir að viðtal birtist við Katrínu Maríu á Vísir.is

Leigufélagið Alma hætti við að greiða bætur eftir að viðtal birtist við Katrínu Maríu á Vísir.is