fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Dæmd fyrir að féfletta heilabiluðu systurnar – Þarf að greiða 76 milljónir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. apríl 2022 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rocio Berta Calvi Lozano var sakfelld í Héraðdómi Reykjavíkur í dag fyrir að féfletta tvær heilabilaðar systur á tíræðisaldri. RUV greinir frá.

Hún hlaut tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna umboðssvika og féflettingu og þarf að greiða upptökukostnað upp á samtals tæplega 76 milljónir króna.

Aðalmeðferð málsins fór fram í mars. Rocio var meðal annars sökuð um að hafa ráðstafað tæplega 80 milljónum króna af bankareikningum systranna í eigin þágu.

Sjá einnig: Vitni draga upp óhuganlega mynd í máli heilabiluðu systranna – Síminn tengdur öðrum síma, dyrabjallan aftengd og öryggismyndavél á heimilinu

Systurnar umræddu eru fæddar árið 1928 og 1929 og eru báðar ógiftar og barnlausar. Þær áttu þó töluverðar eignir, meðal nokkrar íbúðir í Reykjavík. Yngri systirin var lögð inn á hjúkrunarheimili árið 2006 og fékk þá eldri systur sinni umboð til að sinna fjármálum hennar. Sú eldri veitti svo Rocio umboð til að fara með sín fjármál árið 2012, sem og umboð fyrir yngri systur sína.

Rosio var í dag sakfelld í fjórum liðum ákærunnar en sýknuð í tveimur. Hún var sakfelld fyrir umboðssvik vegna beggja systranna og snýr meginkostnaðurinn að skaðaótum í máli yngri systurinnar. Hún var sýknuð í ákærulið um misbeitingu erfðaskrár, vegna sönnunarskorts, og gripdeilda af sömu ástæðu.

Sjá einnig: Ævintýraleg ákæra – færslurnar lýsa lúxus lifnaði

Í ákærunni kom fram að yngri systirin hafi búið og starfað í Bandaríkjunum stóran hluta ævi sinnar en flutt aftur til Íslands árið 2006 og verið lögð inn á heilbrigðisstofnun vegna heilabilunar. Einnig kemur fram að erfitt hafi reynst að taka skýrslu af systurinni árið 2017 þegar fyrst vöknuðu grunsemdir um meintan fjárdrátt. Yngri systirin tapaði fljótt þræðinum svo skýrslutakan varð að engu.

Fyrstu grunsemdir um heilabilun eldri systurinnar komu fram árið 2011 þegar hún mætti ekki í minnispróf. Árið 2017 kom í ljós að hún var alzheimer-sjúkdóm á háu stigi. Rannsakendur gerðu tilraun til að taka skýrslu af henni 2017 vegna grunsemda um fjárdrátt en hún gat ekki haldið uppi almennum samræðum segir enn fremur í ákærunni.

Systurnar eiga engin börn svo auðveldara reyndist að halda meintum fjárdrætti undir yfirborðinu fyrir þeim er tengdust systrunum. Það var því fyrst fyrir þremur árum að grunnsemdir vöknuðu hjá ættingjum kvennanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný