fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ævintýraleg ákæra – færslurnar lýsa lúxus lifnaði

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. júní 2020 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rocia Berta Calvi Lozano er ákærð fyrir stórfelld fjármunabrot og eru meintir þolendur systur á tíræðisaldri.

Ákæra héraðssaksóknara á hendur Rociu og eiginmanni hennar, sem DV hefur undir höndum, er ævintýraleg þar sem Rocia er sökuð um misneytingu, fjárdrátt, umboðssvik, gripdeild og peningaþvætti. Ákæran telur 52 blaðsíður.

Lét heilabilaða konu gera rausnarlega erfðaskrá

Rocia er sökuð um að hafa notfært sér veikindi systra á tíræðisaldri meðal annars til að fá þær til að gera erfðaskrá þar sem segir að nánast allar þeirra eignir skyldu renna til Rociu. Um töluverða fjármuni er að ræða, en meðal annars eiga systurnar nokkrar fasteignir.

Yfir tvö þúsund færslur 

Mun Rocia hafa dregið að sér fé í yfir tvö þúsund tilvikum með því að nota debetkort sem tengt var við bankareikning  annarrar systurinnar.

Meðal þessara færsla eru eftirfarandi:

  • GIORGIO ARMANI RETAIL – 39.236 kr.
  • HEKLA HF  – 264.590 kr.
  • Karen Millen Kringlan – Samtals 120.760 kr.
  • Gallerí Fold – 915.000
  • SAKS FITH AVENUE – samtals 319.643 kr.
  • Herrahúsið ehf.  – 46.000 kr.
  • Tónastöðin – 85.405 kr.
  • Öndvegi – Lifum ehf. 98.100 kr.
  • Háskólinn í Reykjavík – 590.000 kr.
  • Snyrtivöruverslunin Glæsibæ – 51.000 kr.
  • Perlan veitingastaðir – 58.080 kr.
  • Galeria Kaufhof – 35.138 kr.
  • Örninn golfverslun 32.900 kr.
  • Polarn O Pyret – 23.082 kr.
  • Lín Design – samtals 67.920 kr.
  • Intersport Bíldshöfða 25.313 kr.
  • Keiluhöllin – 5.400 kr.
  • Laser tag – 43.000 kr.
  • Svefn og heilsa – 259.000 kr.
  • Pfaff hr. – 140.403 kr.
  • Rúmfatalagerinn – 98.050 kr.
  • Partýbúðin – 3.320 kr.
  • Sjóklæðagerðin – 99.760 kr.
  • Útlendingastofnun – 12.000 kr.
  • Kúnígúnd – 20.144 kr.
  • World Class – 31.190 kr.
  • Georg Jensen Kastrup – samtals 35.017 kr.
  • Bauhaus – 155.992 kr.
  • Herragarðurinn Kringlunni – 20.178 kr.
  • Garri ehf. – 49.653 kr.
  • Couture ehf – 140.000 kr.
  • Rafha ehf – 297.100 kr.
  • Síminn Ármúla – 116.900 kr.
  • Ralph Lauren – 50.508
  • Laugaás ehf – 18 færslur – samtals 58.069 kr.

Sögð hafa stolið gullhúðuðum munum af upphlut

Eins er henni gert að sök að hafa tekið út af öðru debetkorti samtals 52.047.338 kr.  í fjölda úttekta. Sú stærsta nam 8 milljónum króna.

Rocia mun líka hafa tekið ýmsa muni af heimili annarrar systurinnar. Meðal annars  hnífapör , dúka, styttur og stokkabelti fyrir upphlut – gullhúðað- sem er metið á 1.8 milljónir. Líka spöng fyrir upphlut sem er metin á tæpar 300.000 krónur.

Ofangreint er aðeins brota brot af þeim misfærslum sem Rociu er gert að sök í ákæru. Samkvæmt ákæru kom málið fyrst upp í september 2017 og í kjölfarið fór fram húsleit á heimili Rociu og voru eignir í hennar eigu meðal annars bankainnistæður, fasteign, málverk eftir Kjarval, og Audi-bifreið kyrrsettar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis