fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Valgerður er frænka Sólveigar Önnu og fékk uppsagnabréf hjá Eflingu – „Vanvirðing við okkur starfsfólkið er fordæmalaus“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 09:15

Vala Árnadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Árnadóttir, fyrrum starfsmaður Eflingar, fer hörðum orðum um starfshætti  Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og samstarfsfólks hennar. Valgerður er frænka Sólveigar Önnu og hefur því ekki tjáð sig um málefni félagsins þar til nú. Hún greinir frá því í Facebook-færslu að hún hafi fengið uppsagnarbréf sitt kl.2 í nótt frá „lögmanni úti í bæ“ en áður hafði hún tilkynnt að hún hygðist ekki snúa aftur til starfa að loknu veikindarleyfi.

Í færslu sinni greinir Valgerður frá því að sumt af því starfsfólki sem kvartaði undan eineltistilburðum Viðar Þorsteinssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Eflingar, hafi verið ráðið af Sólveigu og Viðar. „Ekki var um einhverja „starfsmenn fyrri stjórnar” að ræða eins og þau Viðar hafa viljað halda fram, þau réðu sjálf þessar konur, ekki var um eitthvað „plott fyrrum trúnaðarmanns Eflingar” að ræða eins og þau hafa einnig haldið fram og ekki var um að ræða einhverja „leifar af gamalli vinnustaðamenningu Eflingar.” Þetta er allt einfaldlega lygi og hefur það margoft komið í ljós bæði í viðtölum við starfsmenn og í úttekt sálfræðistofu á vinnustaðamenningunni,“ skrifar Valgerður.

Hún segist vera djúpt vonsvikin með stjórn og trúnaðarráð Eflingar og segir að vanvirðing við starfsfólkið sé fordæmalaus.

Færsla Valgerðar í heild sinni:

Í nótt kl 2 fékk ég uppsagnarbréf frá lögmanni úti í bæ, en ég er í veikindaleyfi og var búin að tilkynna að ég kæmi ekki aftur til starfa.

Mánuði eftir slysið mitt var mér tilkynnt að félags- og þróunarsvið sem ég starfaði hjá sem teymisstjóri félagamála hefði verið lagt niður „vegna skipulagsbreytinga” og mér var boðið starf á öðru sviði, sem ég afþakkaði.

Stuttu eftir að sviðið sem ég starfaði hjá var lagt niður var “skrifstofa félagamála” stofnuð og Viðar Þorsteinsson settur þar yfir, skrifstofa hans og starfsfólk þess þjónaði sama tilgangi og „félags- og þróunarsvið” gerði áður svo „skipulagsbreytingin” var nánast engin, nema til þess fallin að losa sig við sumt starfsfólk og setja Viðar yfir einingu sem hann myndi geta sætt sig við eftir að fjölda kvartanna í hans garð gerðu honum erfitt um vik að starfa áfram sem framkvæmdastjóri.

Ég studdi þær konur sem kvörtuðu undan framkomu og eineltistilburðum Viðars og ég bað Sólveigu Önnu um að standa með þeim líka fyrir ári síðan, en þá hafði hún í stað þess að taka kvartanir þeirra alvarlega sagt upp þeim sviðsstjóra „sem þau töldu að ætti upptök af þeim kvörtunum. “

Ég reyndi að biðla til hennar að standa með þeim konum sem alltaf hefðu staðið með henni, konur sem komu til starfa hjá Eflingu til að styðja við hennar baráttu og ég trúði því ekki að hún myndi bregðast þeim, en allt kom fyrir ekki.

Ekki var þarna um einhverja „starfsmenn fyrri stjórnar” að ræða eins og þau Viðar hafa viljað halda fram, þau réðu sjálf þessar konur, ekki var um eitthvað „plott fyrrum trúnaðarmanns Eflingar” að ræða eins og þau hafa einnig haldið fram og ekki var um að ræða einhverja „leifar af gamalli vinnustaðamenningu Eflingar”. Þetta er allt einfaldlega lygi og hefur það margoft komið í ljós bæði í viðtölum við starfsmenn og í úttekt sálfræðistofu á vinnustaðamenningunni.

Ég hef vegna minna veikinda og vegna fjölskyldutengsla við Sólveigu Önnu ekki viljað tjá mig, enda er ekkert upp úr því að hafa nema leiðindi fyrir mig og mína.

En nú er nóg komið, ég starfaði fyrir Eflingu í þrjú ár fyrir slysið og leiddi með þeim baráttuna fyrir betri kjörum Eflingarfélaga, ég heimsótti hundruðir vinnustaða, var m.a. með umsjón yfir trúnaðarmannakosningum og verkfallsaðgerðum og kynntist fjölda félaga vel. Félaga sem ég svo mældi með til trúnaðarstarfa hjá Eflingu, bæði í trúnaðarráð og stjórn, margt af þeim gegna þar embætti núna.

Þessir félagar skulda mér ekki neitt, en ég á mjög erfitt með að þau skuli mörg hver trúa því upp á okkur, starfsmenn Eflingar að við höfum á einhvern hátt átt annan þátt í þessarri atburðarrás en að kvarta undan óboðlegri framkomu yfirmanns (framkvæmdastjóra) og vonað að Sólveig Anna myndi taka kvartanir alvarlega og standa með sínu starfsfólki sem sannarlega hafði staðið með henni.

Það græðir enginn á þeim farsa sem hófst í lok október í fyrra, ekki starfsmenn og ekki félagsmenn Eflingar.

Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi, ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.

Ég er djúpt vonsvikin með stjórn og trúnaðarráð Eflingar og öll þau sem í blindni trúa eftiráskýringum sem standast ekki skoðun.

Ég var stolt af því að starfa fyrir Eflingu og trúði því að okkar barátta væri réttlát og árangursrík fyrir félagsmenn.

Vanvirðing við okkur starfsfólkið er fordæmalaus.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat