fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Bragi fengið tæplega 50 milljónir frá Innheimtustofnun sveitarfélaga síðan vorið 2020

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmannastofan Offico, sem er í eigu Braga Rúnars Axelssonar, fyrrverandi forstöðumanns útibús Innheimtustofnunar sveitarfélaga (IHS) á Ísafirði, fékk rúmlega 43 milljónir króna frá stofnuninni, samkvæmt samningi sem gerður var vorið 2020.

Þetta sýna gögn sem DV hefur undir höndum.

Bragi og forstjóri IHS, Jón Ingvar Pálsson, voru í desember síðastliðnum settir í leyfi í kjölfar rannsóknar Ríkisendurskoðunar á starfsemi stofnunarinnar. Fyrir skömmu voru þeir síðan báðir reknir úr starfi. Þeir voru síðan handteknir og færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu ásamt kerfisfræðingi hjá IHS. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald.

Samkvæmt frétt RÚV í gær eru fleiri en þessir þrír með réttarstöðu sakbornings í málinu. Segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í viðtali við RÚV að rannsóknin sé nokkuð umfangsmikil en henni miði ágætlega. Enginn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þess má geta að húsleitir hafa verið gerðar í rannsókninni, ekki liggur fyrir hjá hverjum.

Misferlið sem menn eru grunaðir um er að hafa úthýst með ólögmætum hætti innheimtuverkefnum IHS til fyrirtækja í eigu Braga. Greiðslur IHS til Braga eru eftirfarandi: kr. 43.599.638,- runnu til lögmannastofunnar Offico sem er í eigu Braga. Til fyrirtækisins Vísnasöngur, sem er að hluta í eigu Braga, hafa runnið eftirfarandi upphæðir rúmlega milljón á ári síðan árið 2019: Árið 2019 kr. 1.133.325,- árið 2020 kr. 1.180.875,- og árið 2021 kr. 1.182.240,-.

Samtals eru þetta rúmlega 47 milljónir króna.

Ljóst er að Bragi hefur hagnast vel af sambandi sínu við IHS, því auk þessarra greiðslna var hann í vellaunuðu starfi hjá stofnuninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagmar frétti um kæru Bigga gegn sér í fjölmiðlum – „Ég er miklu sterkari en hann heldur“

Dagmar frétti um kæru Bigga gegn sér í fjölmiðlum – „Ég er miklu sterkari en hann heldur“
Fréttir
Í gær

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Í gær
Hera úr leik