fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Þrír handteknir vegna rannsóknar á Innheimtustofnun sveitarfélaga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. apríl 2022 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglurannsókn á málefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga virðist umfangsmikil. Meint misferli fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, Jón Ingvars Pálssonar, og fyrrverandi forstöðumanns útibús stofnunarinnar á Ísafirði, Braga Rúnars Axelssonar, snýst um að þeir hafi úthýst innheimtuverkefnum Innheimtustofnunar til einkafyrirtækis Braga, lögmannastofunnar Offico á Ísafirði. Hagnaður Braga af þessum æfingum er augljós en ekki er í fljótu bragði hægt að sjá hvað forstjórinn, Jón Ingvar Pálsson, græddi á þessum vinnubrögðum.

Rannsókn Ríkisendurskoðunar á vinnubrögðum stofnunarinnar leiddi til þess að Jón og Bragi voru báðir sendir í leyfi í desember síðastliðnum. Í kjölfar þeirrar rannsóknar varð lögreglurannsókn. Jón og Bragi voru síðan reknir úr störfum sínum.

Greint var frá því í fjölmiðlum fyrir helgi að Bragi hefði verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Nú liggur fyrir að fleiri voru handteknir. Ólafur Hauksson, héraðssaksóknari, hefur staðfest ábendingar sem DV hefur fengið, þess efnis að Jón Ingvar Pálsson hafi einnig verið handtekinn.

Ennfremur staðfesti saksóknari að fyrrverandi forritari og kerfisfræðingur hjá stofnuninni hafi einnig verið handtekinn vegna rannsóknar málsins. Er því ljóst að að minnsta kostir þrír fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar, sem hefur það hlutverk að innheimta meðlagsgreiðslur, eru grunaðir um lögbrot og misferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Í gær

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Í gær

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn
Fréttir
Í gær

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans