fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Af hverju viðurkenna Rússar allt í einu mikið mannfall? Sérfræðingur telur sig vita svarið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. apríl 2022 05:23

Úkraínskur hermaður við lík rússneskra hermanna í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er smám saman að renna upp fyrir rússneskum almenningi að hernaður Rússa í Úkraínu gengur ekki vel og að hin „sérstaka hernaðaraðgerð“, eins og rússnesk stjórnvöld kalla stríðið, er mjög mannskæð og hefur miklar efnahagslegar afleiðingar fyrir landið.

Rússnesk stjórnvöld hafa ekki verið mikið fyrir að skýra frá mannfalli rússneskra hersveita í Úkraínu og hafa gefið upp mjög lágar tölur miðað við mat Vestrænna leyniþjónustustofnana. Því hafa eflaust margir sperrt eyrun á föstudaginn þegar Dmitrij Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns forseta, ræddi við Sky News og viðurkenndi að rússneski herinn hafi orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu.

Skömmu áður hafði Mikhail Misjustin, forsætisráðherra Rússlands, viðurkennt að Rússar séu nú í mjög erfiðri stöðu efnahagslega vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Sagði hann stöðuna vera þá verstu í þrjá áratugi.

Rússnesk stjórnvöld eru ekki beinlínis þekkt fyrir að viðurkenna hlutina þegar þeir ganga illa. Því vaknar spurningin af hverju gera þau það nú?

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá Dansk Institut for International Studier, varpaði ljósi á þetta í færslu á Twitter. Hann sagði í ljósi ummæla Peskov þá sé ljóst að rússnesk stjórnvöld séu að undirbúa almenning undir nýjar tölur um mannfallið. Hið raunverulega mannfall sé miklu meira en stjórnvöld hafa skýrt frá. „Eins og ég les þetta þá eru örugglega nýjar tölur á leiðinni, sem eru ekki endilega réttar, en eru kannski þannig að rússneskum almenningi mun bregða,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný