fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Segir að þetta geti skýrt nauðganir hermanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 16:30

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég öskraði: „Hvar er maðurinn minn?“ Síðan leit ég út og sá hann á jörðinni við hliðið. Yngri maðurinn setti skammbyssu upp að höfði mínu og sagði: „Ég skaut manninn þinn af því að hann var nasisti.“ Maðurinn sagði mér að afklæðast. Þeir nauðguðu mér síðan til skiptis. Þeim var sama um að sonur minn grét í kyndiklefanum. Þeir báðu mig um að fara inn og þagga niður í honum og koma aftur. Á meðan beindu þeir skammbyssu að höfði mínu.“

Svona lýsti 33 ára kona frá Brovary, nærri Kyiv, þeim hryllingi sem hún varð fyrir af hálfu rússneskra hermanna. Þetta sagði hún í samtali við The Times. Þetta gerðist þann 9. mars og er málið til rannsóknar hjá úkraínskum yfirvöldum sem rannsaka það sem stríðsglæp.

Síðasta sunnudag bárust fregnir af nauðgunum og fjöldamorðum í bænum Bucha en þar fundust mörg hundruð lík eftir fimm vikna hernám Rússa.

Fréttir af nauðgunum rússneskra hermanna á úkraínskum konum eru ekki fyrstu fréttirnar sem berast af nauðgunum í stríði. Slíkar fréttir heyrast reglulega frá stríðshrjáðum svæðum. Í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratugnum var 60.000 konum nauðgað að mati SÞ og í Rúanda var 250.000 konum nauðgað í þjóðarmorðinu sem þar átti sér stað.

Jótlandspósturinn hefur eftir Robin May Schott, sem vinnur við rannsóknir á kyni og stríði hjá Dansk Institut for Internationale studie, að margar skýringar séu á af hverju hermenn nauðga.

Hún sagði að það verði að fara varlega í að líta á nauðganir í stríði sem eitthvað sem einstaklingur taki sjálfur ákvörðun um, það séu aðrir hlutir sem ráði. Hún varar einnig við að gengið sé út frá því að stríð hafi alltaf nauðganir í för með sér.

Hún sagði að nauðganir séu hluti af hræðslustjórnun sem er hægt að beita almenning á stríðstímum. Þetta sé grimmdarverk þar sem sé gengið mjög nærri fórnarlambinu og það og gerandinn séu í miklu návígi.

Hún sagði að sú menning, sem er í hernum, skipti einnig máli ef valdaskipting sé mjög mikil, og það sé áhersla á yfirdrifna og árásargjarna karlmennsku: „Það gæti verið þannig í rússneska hernum. Það hafa komið upp dæmi um kynferðisbrot í bandaríska hernum og hér í Danmörku hafa konur, sem hafa verið í hernum, skýrt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni.“

Hún sagði að í dæminu frá Brovary virðist hafa verið um hópnauðgun að ræða og það sé ekki óalgengt í stríði: „Oft eru nauðganir ekki skipulagðar, þetta er eitthvað sem gerist í tengslum við allt annað ofbeldi sem á sér stað í stríði. Af því að mikil áhersla er lögð á bræðralag í hernum endar það oft með að margir taka þátt því þeir eru hræddir við að ganga gegn félögum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar