fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Segja að Pútín hafi endurtekið ákveðin mistök sem Hitler gerði í síðari heimsstyrjöldinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 05:56

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað varðar nokkur atriði hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ekki lært af sögunni og það þrátt fyrir að hann elski að tala um síðari heimsstyrjöldina og glæstan sigur Sovétríkjanna á Þýskalandi nasista. Hann hefur margoft sagt að hann vilji „afnasistavæða“ Úkraínu og vernda íbúa landsins fyrir árásum stjórnarinnar í Kyiv.

Miðað við þessa miklu áherslu hans á nasista og nasisma eru margir sérfræðingar hissa á að Pútín endurtaki mörg þeirra mistaka sem Hitler gerði í síðari heimsstyrjöldinni.

Í umfjöllun CNN kemur fram að í síðari heimsstyrjöldinni hafi þýski herinn verið mjög fjölmennur, vel þjálfaður og kvikur. En í baráttunni á Austurvígstöðvunum glímdi hann við erfiðleika í birgðaflutningum sem höfðu meðal annars í för með sér að ekki var til nóg eldsneyti á skriðdrekana. Hermennirnir urðu að klæðast sumarfatnaði á veturna og borða hesta, hunda og rottur. Ástæðan er að Hitler hafði veðjað á skjótan sigur.

„Stríð snýst ótrúlega mikið um birgðaþjónustu og þar hafa Rússarnir greinilega ekki undirbúið sig nægilega vel. Úkraína er stórt land og það þarf bæði að verja stríðstól og sjá þeim fyrir eldsneyti og varahlutum,“ benti Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá Dansk Institut for International Studier, á í samtali við Jótlandspóstinn.

Ina Ona Johnson, prófessor í hernaðarsögu við Notre Dame háskólann í Indiana í Bandaríkjunum, tók í sama streng og sagði að þróun stríðsins bendi til að Pútín hafi veðjað á skjótan sigur en þegar ljóst var að stríðið myndi dragast á langinn hafi birgðaflutningar ekki verið í lagi.

Næsta atriðið sem Pútín virðist hafa misreiknað sig á eru morðin á almennum borgurum. Að mati sérfræðinganna eru þau merki um misheppnaða hernaðartækni Rússa og misheppnaðrar aðferðafræði við stríðsreksturinn. Hansen sagði að Rússar vilji enn leggja hluta af Úkraínu undir sig en það sé eitthvað sem margir Úkraínumenn, sem voru upphaflega hlynntir Rússum, eigi erfitt með að sætta sig við. Hann sagðist telja að vandi Rússa liggi í hugsunarhætti þeirra því margir Rússar líti á Úkraínumenn sem frændur og frænkur sem Rússar eigi rétt á að ráða yfir.

Pútín er einnig sagður hafa gert mistök með því að læra ekki af sögunni hvað varðar ummæli hans almennt um Úkraínumenn. Ummæli hans um að vilja afnasistavæða landið eru sögð koma illa við marga Úkraínumenn sem eiga ættingja sem létust í Helförinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnlaugur Claessen er látinn

Gunnlaugur Claessen er látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina