fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Orð Pútín á miðvikudaginn þjóna ákveðnum tilgangi – „Það rann kalt vatn niður bakið á mér“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. mars 2022 05:28

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir, og þá sérstaklega Rússar, geta alltaf gert greinarmun á sönnum föðurlandsvini og úrhraki og föðurlandssvikurum. Þeir munu skyrpa þeim út eins og litlu skordýri sem hefur flogið inn í munn þeirra fyrir tilviljun.“

Þetta sagði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, á ríkisstjórnarfundi i fyrradag en honum var sjónvarpað í Rússlandi. Orð hans skutu sumum skelk í bringu eins og DV skýrði frá í gær.

Orð Pútín í gær skutu mörgum skelk í bringu

Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for International Studier, sagði í samtali við TV2 að þessi ummæli Pútín sé mikil stigmögnun á deilum Rússlands við Úkraínu og Vesturlönd. „Hann talar um föðurlandssvikara og fólk sem skilur ekki rússnesku þjóðarsálina. Þetta er stigmögnun og virðist gróft. Orðum Pútín var aðallega beint gegn því fólki sem sér Vesturlönd sem griðastað og lofsamar Vesturlönd,“ sagði Splidsboel.

Hann benti einnig á að Pútín hafi nýtt tækifærið til að beina orðum sínum til Rússa sem gætu haft tilhneigingu til að hafa efasemdir um hernaðinn í Úkraínu: „Þetta var aðvörun um að þörf sé á samstöðu og ef maður skilji ekki alvöruna sé maður ekki sannur Rússi.“

Charlotte Flindt Pedersen, forstjóri samtakanna Det Udenrigspolitiske Selskab, sagði að líta verði á ummæli Pútín sem lið í því að stöðva efasemdir Rússa um stríðið.

Hún sagði að fram að þessu hafi komið fram andstaða meðal háskólakennara og námsmanna sem hafi skrifað undir yfirlýsingar gegn stríðinu og einnig hafi bloggarar og listamenn lýst yfir óánægju sinni með það. Þá er skemmst að minnast þess að fréttakona ein truflaði beina útsendingu á ríkissjónvarpsstöð í vikunni og sýndi skilti sem á stóð: „Stöðvið stríðið.“

Hann vill drepa þá andstöðu sem er byrjuð að sýna sig sagði Pedersen. Hún sagði að það hefði verið skelfilegt að heyra Pútín tala um eðlilega hreinsun meðal þeirra Rússa sem eru á móti stríðinu: „Það rann kalt vatn niður bakið á mér. Rússland á sér fortíð með Stalín þar sem mjög margir urðu hreinsunum að bráð og enn er ekki búið að ljúka uppgjöri við Stalínstímann. Þetta er mjög gróf orðanotkun um þá sem hugsa öðruvísi þegar hann segir: „Við skyrpum þeim út eins og flugum.“ Það er óhugnanlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“