fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Ein besta leyniskytta heims er komin til Úkraínu – „Ég varð að fara“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. mars 2022 06:42

Wali með félögum sínum fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein besta leyniskytta heims er komin til Úkraínu til að berjast með úkraínska varnarliðinu gegn innrásarliði Rússa. Þetta er Kanadamaður sem gengur undir viðurnefninu Wali.

The Sun skýrir frá þessu. Fram kemur að Wali hafi farið á eigin vegum til Íraks 2015 til að berjast með Kúrdum gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Hann er fertugur og á eiginkonu og ungan son í Kanada. Hann barðist með kanadíska hernum í Afganistan 2009 og 2011.

Vinur Wali hafði samband við hann í síðustu viku og sagðist hafa þörf fyrir leyniskyttu í leiðangur með hjálpargögn til Úkraínu en ætlunin er að flytja mat til Donbass. Í samtali við La Presse sagði Wali að þetta hafi verið eins og fyrir slökkviliðsmann að heyra brunabjöllu hringja: „Ég varð að fara.“

Sonur hans er ekki orðinn eins árs og sagði Wali skelfilegt að fara frá honum: „Ég veit að þetta er hræðilegt. En þegar ég sé myndir af eyðileggingunni í Úkraínu þá sé ég son minn fyrir mér í hættu og að þjást.“

CBC hefur eftir honum að hann og þrír aðrir fyrrum kanadískir hermenn hafi haldið til Úkraínu og hafi verið vel tekið þegar þeir komum yfir landamærin. „Þeir voru svo ánægðir að fá okkur. Það var eins og við værum strax orðnir vinir.“

„Ég verð að leggja þeim lið hér því þetta er fólk sem sprengjum er látið rigna yfir af því að það vill vera evrópskt en ekki rússneskt,“ sagði hann.

Hann og félagar hans eru nú komnir í samband við úkraínsk yfirvöld en þau hyggjast koma upp herdeildum erlendra sjálfboðaliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Í gær

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi