fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Anonymous birtir ný leyniskjöl um hernaðaraðgerðir Rússa – Kínverjar komnir Rússum til hjálpar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 11. mars 2022 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hakkarahópurinn Anonymous hefur náð að stela leyniskjölunum frá alríkisstofnuninni Roskomnadzor sem hefur fullt vald yfir öllum miðlum í Rússlandi. Um er að ræða 820 gígabæt af tölvupóstum sem sýna hvernig Kremlverjar ritskoða allt með sem hefur tilvísun til hrottalegrar innrásar þeirra í Úkraínu. Innrásin er nefnd „sérstök hernaðaraðgerð“. 

Anonymous hópurinn hefur birt gögnin á Netinu og  segir í yfirlýsingu að „þeim finnist brýnt að rússneska þjóðin hafi aðgang að upplýsingum um ríkisstjórn sína,“ 

Roskomnadzor stofnunin hefur lokað fyrir aðgengi að Facebook og Twitter í Rússlandi og hefur takmarkað aðgengi að Wikipedia vegna greina um innrásina í Úkraínu.

Þann 24. febrúar skipaði stofnunin öllum fjölmiðlum að nota aðeins opinberar upplýsingaveitur sem ríkið hefur viðurkennt eða sæta harðri refsingu fyrir að dreifa „falsfréttum“. Orðin „stríð, „innrás“ og „árás“ eru öll bönnuð í notkun þegar lýst er hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu.

Óttast er að stjórnvöld í Rússlandi loki á internetið hvenær sem er frá og með deginum í dag og er það von hakkarana að gögnunum verði deilt sem víðast í Rússlandi til að afhjúpa ritskoðunina áður en til þess kemur. 

Undanfarinn áratug hefur Roskomnadzor krafist þess að bandarísk fyrirtæki, þar á meðal Google, fjarlægi efni vegna úkraínskra mótmæla.

 Í bréfi frá Andrei Chernenko, sem er staðgengill ráðherra Rússlands yfir ,,stafrænu öryggi”, er skorað á rússneskar ríkisvefsíður og gáttir að auka öryggi frá og með deginum í dag. Hann skipaði þeim að nota einingus rússneska þjónustu og fjarlægja JavaScript kóða sem hlaðið var niður frá erlendum aðilum. Ráðherra fól einnig vefþjónustum að skipta yfir í lénakerfisþjóna (DNS) á rússneskri grundu.

Alþjóðlegt DNS gerir fólki um allan heim kleift að nota internetið auðveldlega og bannið gefur til kynna að Rússland muni loka sig alfarið frá alþjóðlegu kerfi og innleitt sitt eigið.

Stjórnvöld í Rússlandi réttlæta tilskipunin með því að hún sé aðeins til að auka öryggi í ljósi endurtekinna netárása, en sérfræðingar óttast að Rússland sé alfarið að tengja sig frá alheimsnetinu.

Fyrr í vikunni sagðist Anonymous hafa brotist inn í rússneskt ríkissjónvarp til að sýna upptökur af stríðinu í Úkraínu og segja að stafrænu árásirnar séu stærstu aðgerð þeirra til þessa. Í síðustu viku sögðust hakkararnir einnig hafa lokað rússnesku geimferðastofnuninni svo Pútín „hefði ekki lengur stjórn á gervihnöttum til njósna“.

Fregnir herma að kínverski fjarskiptarisinn Huawei hafi komið Rússum til hjálpar til að verjast vestrænum netárásum en samkvæmt kínverskum ríkismiðlum hefur tæknirisinn verið að ,,aðstoða Pútín til að koma á stöðugleika í netkerfi Rússlands.” Í skýrslu sem birtist á kínverskri fréttasíðu var haldið fram að Huawei myndi nota rannsóknarstöðvar sínar til að þjálfa „50.000 tæknifræðinga í Rússlandi“. Skýrslunni var síðar eytt. 

Aftur á móti óttast kínversk fyrirtæki refsiaðgerðir frá Bandaríkjunum ef sannast að þau séu að hjálpa Rússum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bandarískum manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bandarískum manni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári