fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Mögnuð myndbönd: Úkraínumenn virðast tæta í sig rússnesku herlestina – „Ákaflega léleg“ herkænska hjá Rússunum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 20:27

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Doktorsneminn Rob Lee hefur mikið fjallað um stríðið í Úkraínu síðan Rússland réðst inn í landið þann 24. febrúar síðastliðinn. Rob er í doktorsnámi í stríðsfræðum við King’s College í London en þar er hann að rannsaka varnarstefnu Rússlands.

Í dag birti Rob ansi mögnuð myndbönd frá Úkraínu. Í myndböndunum sem um ræðir má sjá hvernig Úkraínumenn virðast tæta í sig rússneska herlest sem komin er að Kyiv, höfuðborg Úkraínu. Rob segir að herkænska rússnesku hermannanna í myndbandinu sé „ákaflega léleg“.

„Þeir eru löngu komnir í færi við úkraínska stórskotaliðið í Kyiv, þeir eru augljóslega að nálgast það en þeir ákváðu samt að þröngva sér svona saman, sem gerir þá berskjaldaða fyrir óbeinni skothríð,“ segir Rob.

Í öðru myndbandi sem Rob birti má sjá rússneskann skriðdreka í ljósum logum. Rob tekur ekki fram hvernig skriðdrekinn eyðilagðist en að öllum líkindum er þetta afleiðing skothríðar frá Úkraínumönnum.

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband af öðrum rússneskum skriðdreka sem kviknað hefur í. Þá má einnig sjá aðra tegund af skriðdreka sem virðist hafa verið yfirgefinn.

Rob bendir á að um nokkuð gamla týpu af skriðdreka er að ræða að nafninu T-72. Þeir skriðdrekar voru fyrst framleiddir í Sovétríkjunum árið 1969. „Það er merkilegt hvað Rússland er að senda gamlan búnað til að umkringja Úkraínu,“ segir Rob.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“