fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Nafnlaus velgjörðarmaður á Íslandi ætlar að jafna öll framlög í neyðarsöfnun fyrir Úkraínu

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnlaus velgjörðarmaður UNICEF á Íslandi ætlar sér að jafna öll framlög í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Úkraínu um allt að 15 milljónir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. „Við höfum fengið staðfestingu frá velunnara samtakanna hér á landi, sem óskar nafnleyndar, að öll framlög í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Úkraínu verða jöfnuð af viðkomandi upp að alls 15 milljónum króna,“ segir í tilkynningunni.

„Það er gríðarlega verðmætt fyrir fjáröflun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Úkraínu að vita að hvert framlag sem nú berst telur í raun tvöfalt, þökk sé þessari ótrúlegu gjöf,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

„Orð ná vart yfir það hversu þakklát við erum velgjörðarmanni okkar sem vill að styrkur hans nýtist sem best í þágu réttinda barna í Úkraínu. Við vonum að þetta göfuglyndi reynist öllum landsmönnum og fyrirtækjum hér á landi hvatning til að styðja við börn og fjölskyldur í Úkraínu sem nú eiga um sárt að binda og þurfa tafarlausa aðstoð.“

Framlög í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fara til að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð í Úkraínu og nágrannalöndunum þar sem UNICEF er að setja upp barnavæn svæði fyrir börn og fjölskyldur á flótta.

Fyrr í vikunni tilkynnti Krónan að verslunarkeðjan myndi bjóða viðskiptavinum sínum að bæta 500 krónum við innkaup sín til styrktar söfnuninni, sem verslunin mun síðan jafna krónu fyrir krónu.

Til að styðja neyðarsöfnun vegna þessara umfangsmiklu verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu getur þú lagt þitt af mörkum með eftirfarandi hætti. 

■ Þú getur sent SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja um 1.900 kr.

■ Þú getur millifært frjáls framlög inn á reikning: 701-26-102060  kt. 481203-2950

■ Þú getur greitt með greiðslukorti á heimasíðu okkar, unicef.is/ukraina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd