fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Breti seldi Playstation-tölvuna sína til að fjármagna ferð til Úkraínu – Ætlar að berjast gegn Rússum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. mars 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur hermaður, George Parker að nafni, hefur vakið talsverða athygli í heimalandi sínu fyrir þá ákvörðun sína að ákveða að halda til Úkraínu til að berjast gegn Rússum. Það er ekki síst hvernig Parker fjármagnar ferðina en til þess seldi hann glænýja Playstation 5 leikjatölvu í sinni eigu, með smá tapi.

Hann segist líta á það sem móralska skyldu sína að verja Úkraínu og að hann sé tilbúinn til þess að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn.

Sá breski, sem er þrítugur að aldrei,  er enginn nýgræðingur á vígvellinum því hann á að baki tvo túra til Afganistan þar sem hann var samtals sjö mánuði í fremstu víglínu. Í viðtali við Daily Star segist hann óhræddur við að takast á við rússneska herinn og segir þá ekki eiga neitt í pokahorninu sem hann hafi ekki séð áður.

George Parker er reyndur hermaður og áhugamaður um tölvuleiki

„Ég er ekkert stressaður. Ég er stressaðri yfir því að ræða við fjölmiðla en að fara út á vígvöllinn,“ segir Parker sem skráði sig í herinn aðeins 16 ára að aldri og gekk til liðs við herdeild sem er kennd við Díönu prinsessu af Wales.

Parker heldur brátt til Póllands ásamt tveimur félögum sínum sem hafa enga reynslu af hernaði. Þaðan munu þeir ferðast til Úkraínu og freista þess að taka til vopna gegn Rússlandi eins og fjölmargir málaliðar frá hinum ýmsu ríkjum heimsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku