fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Biðstöðvar Strætó fylltar af snjó – „Þetta er svakalegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. febrúar 2022 16:29

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., deilir nokkrum myndum í hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl“ þar sem snjómokstur er með þeim hætti að ómögulegt er fyrir fólk að nýta biðstöðvar Strætó og virðist sem snjónum hafi hreinlega verið mokað á biðstöðvarnar. „Það er algjör synd hvernig ruðningi er háttað í kringum sumar stoppistöðvar hjá Strætó. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mættu taka þetta til nánari skoðunar,“ skrifar hann.

Guðmundur Heiðar fær sterk viðbrögð við þessu og margir gera ýmist grátandi eða gapandi hissa tjákn við færsluna. Þá leggja nokkrir orð í belg.

„Þetta er svakalegt. Takk fyrir að deila,“ segir ein.

„Þetta er eiginlega hálf hlægilegt,“ segir önnur.

„Hvenær voru stoppistöðvar fyrir strætó skilgreindar sem geymslustaður fyrir snjóruðning? Strætó ætti að fara fram á það við sveitafélög að þetta verði fjarlægt,“ segir þriðji.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tekur einnig þátt í umræðunum: „Sammála, vona þið tilkynnið þetta, hljóta að vera mistök.“

Myndirnar sem fylgja færslunni segja meira en mörg orð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný