fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

„Þetta skref gæti orðið upphafið að stórstyrjöld á evrópska meginlandinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í kjölfar innrásar Rússa inn í landið. Sagðist Zelensky hafa hringt í Putin Rússlandsforseta en samtalið hefði endað í þögn. Þögnin ætti hins vegar að ríkja í Donbas, sem er annað héraðið sem Rússar hafa nú ráðist inn í og hafið loftárásir í.

Max Seddon, blaðamaður hjá Financial Times og sérfræðingur í erlendum málefnum, fjallar um ávarp Úkraínuforseta á Twitter og segir að forsetinn sé augljóslega sleginn yfir tíðindunum og alvarleiki stöðunnar hafi náð til hans.

Zelensky beindi orðum sínum til Rússa, á rússnesku, og sagði: „Meira en 2.000 km landamæri skilja okkur að. Næstum 200.000 hermenn og þúsundir stríðsökutækja standa meðfram landamærunum. Leiðtogar ykkar hafa skipað þeim að sækja fram, inn á landsvæði annars ríkis. Þetta skref gæti orðið upphafið að stórstyrjöld á evrópska meginlandinu. Allur heimurinn er að tala um það sem gæti gerst hvaða dag sem er núna.“

Zelensky sagði ennfremur að Rússar héldu því fram að þeir væru að frelska úrkaínska borgara með aðgerðum sínum en Úkraínumenn væru nú þegar frjálsir. „Þeir þekkja fortíðina og eru að byggja upp framtíðina. Úkraína í sjónvarpsfréttunum ykkar og hin raunverulega Úkraína eru tvö ólík lönd. Okkar er raunveruleg.“

Zelensky sagði að stjórnvöld í Úkraínu vildu frið og gerðu allt sem þau gætu til að ná friði.

Sjá nánar á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allir íbúar sem þurftu að yfirgefa Grindavík geti kosið þar

Allir íbúar sem þurftu að yfirgefa Grindavík geti kosið þar
Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Í gær

Hafliði hvetur fólk til að hafa þetta í huga þegar það kaupir í matinn fyrir jólin

Hafliði hvetur fólk til að hafa þetta í huga þegar það kaupir í matinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið