fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

„Þetta skref gæti orðið upphafið að stórstyrjöld á evrópska meginlandinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í kjölfar innrásar Rússa inn í landið. Sagðist Zelensky hafa hringt í Putin Rússlandsforseta en samtalið hefði endað í þögn. Þögnin ætti hins vegar að ríkja í Donbas, sem er annað héraðið sem Rússar hafa nú ráðist inn í og hafið loftárásir í.

Max Seddon, blaðamaður hjá Financial Times og sérfræðingur í erlendum málefnum, fjallar um ávarp Úkraínuforseta á Twitter og segir að forsetinn sé augljóslega sleginn yfir tíðindunum og alvarleiki stöðunnar hafi náð til hans.

Zelensky beindi orðum sínum til Rússa, á rússnesku, og sagði: „Meira en 2.000 km landamæri skilja okkur að. Næstum 200.000 hermenn og þúsundir stríðsökutækja standa meðfram landamærunum. Leiðtogar ykkar hafa skipað þeim að sækja fram, inn á landsvæði annars ríkis. Þetta skref gæti orðið upphafið að stórstyrjöld á evrópska meginlandinu. Allur heimurinn er að tala um það sem gæti gerst hvaða dag sem er núna.“

Zelensky sagði ennfremur að Rússar héldu því fram að þeir væru að frelska úrkaínska borgara með aðgerðum sínum en Úkraínumenn væru nú þegar frjálsir. „Þeir þekkja fortíðina og eru að byggja upp framtíðina. Úkraína í sjónvarpsfréttunum ykkar og hin raunverulega Úkraína eru tvö ólík lönd. Okkar er raunveruleg.“

Zelensky sagði að stjórnvöld í Úkraínu vildu frið og gerðu allt sem þau gætu til að ná friði.

Sjá nánar á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“