fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Dalvíkurmálið: Gagnrýna formann Félags grunnskólakennara harðlega – „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 18:48

Dalvíkurskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Heimili og skóli hafa stigið inn í Dalvíkurmálið með yfirlýsingu. Málið varðar eftirmála dómsmáls sem fyrrverandi íþróttakennari við Grunnskólann á Dalvík vann fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku, þar sem fyrirvaralaus uppsögn hennar frá skólanum var dæmd ólögmæt og henni voru dæmdar átta milljónir króna í skaðabætur. Brottrekstrarsökin var kinnhestur sem kennarinn veitti nemanda við skólann síðastliðið vor, 13 ára stúlku.

Í kjölfar frétta og umræðu um dóminn stigu foreldrar stúlkunnar fram og gagnrýndu einhliða frásagnir af atvikinu sem láta það líta út sem sjálfsvörn kennarans. Frá sjónarhóli stúlkunnar má segja að kennarinn hafi átt upptökin að átökunum en lesa má ítarlega fréttaskýringu DV um málið hér. Þar kemur meðal annars fram að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra taldi kennarann hafa gerst brotlegan við hegningarlög og barnaverndarlög en ákvað samt að falla frá því að ákæra.

Áherslan sett á hegðunarvanda barna og ábyrgð varpað á foreldra

Heimili og skóli harma framgöngu formanns Félags grunnskólakennara sem ræddi málið í fjölmiðlum í gær og sagði meðal annars í viðtali við RÚV:

„Varðandi dóminn á Dalvík, þá er þetta dómur um vinnubrögð Dalvíkurbyggðar. Þannig í sjálfu sér má segja sem svo að þetta snýr upp á bæjarfélagið en alls ekki foreldra eða aðra sem koma þar að. Dómurinn fjallar um að fyrirvaralaus brottrekstur hafi verið ómálefnalegur og ekki gætt meðalhófs í því. Í grundvallaratriðum var það til umræðu í þessum dómi, ekkert annað.“

Þorgerður Laufey, formaður Félags grunnskólakennara, sagði einnig að frétt Kennarasambands Íslands um málið, sem sambandið birti á vefsíðu sinni áður en dómurinn birtist á vefsíðu dómstólanna og áður en fjölmiðlar greindu frá málinu, hefði verið beint upp úr dómum. Það var þó ekki rétt þar sem staðsetning atviksins var hreinsuð úr úr dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Heimili og skóli segja að Laufey taki afstöðu með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og beini athyglinni að hegðunarvanda barna og varpi ábyrgð á foreldra.

Heimili og skóli fordæma einnig þá ákvörðun Kennarasambands Íslands að upplýsa um í  hvaða sveitarfélagi atburðurinn gerðist því þar með hefði kastljósinu að ósekju verið varpað á barn sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Heimili og skóli – landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í fjölmiðlum vegna dómsmáls þar sem sveitarfélag var dæmt til bóta vegna uppsagnar kennara sem beitti barn ofbeldi. Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra.  Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta. 

Skylda foreldra og kennara er að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi öðru fremur. Það er ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum sem eðli málsins samkvæmt þurfa að vinna saman að velferð barna. Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt.

Heimili og skóli fordæma einnig þá ákvörðun Kennarasambandsins að upplýsa um hvaða sveitarfélag var að ræða. Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa