fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Forkastanleg og lygileg orð Bjarna Benediktssonar í sjúku samfélagi segir Aðalheiður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 07:00

Lífeyrissjóðirnir segja áform fjármálaráðherra fela í sér eignarnám sem sé andstætt stjórnarskrá. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra boðað fjóra blaðamenn í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um hina svokölluðu „Skæruliðadeild“ Samherja. Það mál er umfjöllunarefni Aðalheiðar Ámundadóttur í leiðara Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnina „Nóg komið.“

Í inngangi leiðarans segir Aðalheiður að viðhorf lögreglunnar til blaðamanna hafi lengi valdið stéttinni áhyggjum og hafi lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra staðfest þessi viðhorf kerfisins með yfirlýsingu í gær þar sem væntanlegar yfirheyrslur yfir blaðamönnunum fjórum eru sagðar hluti af sakamálarannsókn í hefðbundnum farvegi.

„Aldrei í Íslandssögunni hefur blaðamanni verið gert skylt með dómi að gefa upp heimildarmann sinn, heldur hefur Hæstiréttur þvert á móti ítrekað skyldu blaðamanns til að virða þá vernd sem heimildarmönnum er tryggð með lögum. Síðast með fordæmisgefandi dómi árið 2019 í máli Glitnis Holdco gegn Stundinni. Þá hefur ítrekað verið staðfest með dómi að blaðamönnum er heimilt að vinna upp úr þeim gögnum sem þeir hafa komist yfir, ef málið sem um ræðir á erindi til almennings. Íslensk dómaframkvæmd er orðin hefðbundin í málum af þessum toga og rannsókn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er á skjön við hana,“ segir Aðalheiður og bætir við að það eina hefðbundna við rannsókn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sé að meðvirkni með valdinu „hvort sem um er að ræða Samherja fyrir norðan eða mótshaldara Þjóðhátíðar í Eyjum, sem kærði sig ekki um að hátíðin fengi á sig yfirbragð kynferðisbrotasamkomu.“

Því næst víkur hún að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og skrifum hans í gær þar sem hann spurði hvort blaðamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglunnar. „Að formaður Sjálfstæðisflokksins, sem er einn valdamesti maður landsins, skuli óumbeðinn stíga fram og kalla þessa valdbeitingu jafnræði fyrir lögum er ekki aðeins forkastanlegt heldur blátt áfram lygilegt. Ríkisstjórnir hafa sprungið af minna tilefni. Aðeins sjúk samfélög kalla það hefðbundinn farveg sakamálarannsóknar að fjölmiðlafólk sitji á sakamannabekk fyrir að upplýsa almenning um ofsóknir sem kollegar þess hafa orðið fyrir starfs síns vegna, á meðan engin eftirmál hafa orðið fyrir þá sem fyrir ofsóknunum stóðu, önnur en þeirra eigin tilraunir til að biðjast afsökunar,“ segir Aðalheiður.

Hún segir síðan í niðurlagi leiðarans að það eitri samfélagið á hættulegan hátt að aðför að fjölmiðlum sé normalíseruð á þann hátt sem lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra geri með starfsháttum sínum og yfirlýsingunni sem hún sendi frá sér í gær. „Það eitrar samfélagið ekki síður að herferðir gegn blaðamönnum séu ekki teknar alvarlegar en raun ber vitni. Nú verður eitthvað að breytast. Þetta er nóg,“ lýkur hún leiðaranum með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný