fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Óskynsamlegt ef landamærin verða ekki opnuð segir Bjarnheiður

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 09:00

Farþegar á Keflavíkurflugvelli Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir sköpum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki að takmarkanir á landamærunum verði felldar úr gildi. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Bjarnheiði að staða ferðaþjónustufyrirtækja sé mjög slæm og gangi samtökin út frá því að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þegar núverandi reglugerð fellur úr gildi. Það væri mjög óskynsamlegt að gera það ekki sagði hún. „Við erum svolítið svekkt að það hafi ekki verið gert nú þegar. Við erum eitt af fáum ríkjum í Evrópu sem eru með einhverjar hömlur á bólusett fólk,“ er haft eftir henni.

Hún sagði að rannsóknir og kannanir bendi til að fólk fari þangað sem ekkert vesen sé og því hafi sýnatakan, sem krafist er áður en fólk kemur til landsins, hamlandi áhrif.

Hún sagði að hömlur á óbólusetta skipti minna máli því þeir ferðist hvort sem er lítið.

Hún benti á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sé búin að segja að takmarkanir af þessu tagi hafi enga þýðingu lengur og þær séu jafnvel hættulegar því svo margar þjóðir eigi mikið undir að ferðaþjónustan komist aftur í gang.

Hún sagði að sumarið líti vel út og samtökin gangi út frá því að það verði gott, það sé nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“