fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Söngvarinn Aaron Ísak ákærður fyrir brot gegn 12 ára börnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 09:00

Aaron Ísak á sviði Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2019. - Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Aaron Ísak hefur verið ákærður fyrir hegningar- og barnaverndarlagabrot. DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en meint brot voru framin gegn þremur drengjum, þar af voru tveir þeirra 12 ára en DV er ókunnugt um aldur þriðja drengsins.

Tveir fyrrnefndu drengirnir eru vinir og meint brot Aarons eru að hluta til gegn þeim saman. Brotin fela í sér mjög gróf kynferðisleg samskipti, rafræns eðlis, en einnig tilraunir til að fá drengina til kynferðisathafna, sem og káf.

Aaron Ísak, sem heitir fullu og réttu nafni Aaron Ísak Berry, er fæddur árið 1998 og verður 24 ára síðar á þessu ári. Hann vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar árið 2020 en þar keppti hann undir listamannsnafninu Kid Isak. Árið 2019 bar hann sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna er hann flutti lag hljómsveitarinnar Queen, Love of My Life.

Meint brot áttu sér stað frá haustinu 2019 og fram til vorsins 2020. Aaron Ísak er meðal annars sagður hafa skrifast á við drengi með grófum, kynferðislegum hætti, þar sem hann lýsti kynlífsathöfnum. Einnig er hann sakaður um að hafa sent drengjum myndir af getnaðarlim sínum og gróf kynferðisleg myndbönd og myndir.

Hann er ennfremur sakaður um að hafa reynt að hafa kynferðismök við tvo 12 ára drengi, er hann sagður hafa kysst annan þeirra á munninn, sem brást við með því að ýta honum frá sér. Hann er sagður hafa káfað á drengnum utanklæða, meðal annars í klofi. Reyndi hann jafnframt að fá drenginn og vin hans með sér niður í bílakjallara á ótilteknum stað.

Jafnframt er Aaron Ísak sakaður um að hafa átt í rafrænum, kynferðislegum samskiptum við þriðja drenginn, hafi hann meðal annars sent honum mynd af nöktum rassi sínum og myndskeið sem sýndi tvo karlmenn í samförum.

Aaron Ísak er ennfremur sakaður um að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum og var þar um að ræða 10 myndskeið og 74 ljósmyndir.

Milljóna skaðabótakröfur

Aðstandendur meintra þolenda gera einkaréttarkröfur til Aarons Ísaks um skaðabætur. Fyrir hönd eins drengsins eru gerðar kröfur um þrjár milljónir króna í skaðabætur, fyrir hönd annars um tvær milljónir og 500.000 króna er krafist fyrir hönd þess þriðja.

Móðir þolanda mjög áhyggjufull

Aðalmeðferð í málinu var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 2. og 3. febrúar síðastliðna. Um lokað þinghald var að ræða og hefur DV engar upplýsingar úr því. Hins vegar hefur DV verið í sambandi við móður eins þolandans sem hefur tjáð sig stuttlega um málið. Segir hún að sonur hennar hafi strítt við mikla vanlíðan eftir meint brot Aarons Ísaks gegn honum. Konan hefur einnig þungar áhyggjur af því að Aaron Ísak sé núna í sambandi við fleiri unga drengi og sé hugsanlega að stunda iðju af framangreindu tagi óáreittur. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um það.

Búast má við því að dómur falli í málinu síðar í mánuðinum eða blábyrjun marsmánaðar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar