fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Brjálað veður og ófærð framundan á höfuðborgarsvæðinu – Strætó aflýsir og atvinnurekendur segja fólki að halda sig heima

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vesturland fyrir seinni part nætur og snemmmorgun. Suðaustan rok eða ofsaveður verður frá kl. 4 í nótt til 8 í fyrramálið. Veðrið gengur þá nokkuð hratt niður en það mun snjóa eftir það. Snjór og/eða rigning verða á meðan versta veðrið gengur yfir. Er spáð ófærð og að erfitt verði að komast á milli hverfa.

Spáð er suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni þegar versta veðrið gengur yfir. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og á Kjalarnesi.

Miklar líkur eru taldar á foktjóni og ráðleggur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fólki að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.

Suðaustanstormur og hríð með 15-23 m/s verða frá sirka hálftvö í nótt til fjögur en þá tekur við aftakaveðrið sem lýst var hér að framan.

Appelsínugul viðvörun gildir fyrir afganginn af landinu, fyrir utan höfuðborgarsvæðið og vesturland. Verður víða hvasst og mikil snjókoma um allt land. Hiti verður nálægt frostmarki.

Vinnuveitendur hafa margir sent þau skilaboð á starfsfólk að halda heima fyrir ef ófærð er og mæta ekki til vinnu fyrr en eftir hádegi. Stefnir í það mikla snjókomu að umferðaröngþveiti er óhjákvæmilegt ef umferð verður með sama móti og á venjulegum mánudagsmorgni.

Öllum morgunferðum hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni verður aflýst í fyrramálið. Má búast við því að akstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu geti hafist að nýju í fyrsta lagi í um kl. 10.

Sjá viðtal við veðurfræðing

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu