fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Íslenski hópurinn að styrkjast rétt fyrir leikinn gegn Svartfellingum – Hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 13:34

Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Ungverjum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikur Íslands og Svartfjallalands á EM verður flautaður á klukkan 14:30 í dag. Ef Ísland vinnur leikinn og Danmörk vinnur Frakkland komast Íslendingar í undanúrslit á mótinu og mæta þar Spánverjum.

Ef Ísland vinnur leikinn og Frakkar ná jafntefli eða sigri gegn Danmörku þá keppir Ísland um fimmta sætið á mótinu við Noreg. Það yrði besti árangur íslenska handboltalandsliðsins á stórmóti síðan árið 2014 þegar liðið varð í fimmta sæti á EM.

Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson eru allir lausir úr einangrun og styrkir það mjög covid-veiklaðan hóp Íslands. Þó ber að hafa í huga að menn eru ekki í sínu besta formi eftir nokkurra daga einangrun en vonandi hafa smituðu strákarnir náð að halda sér ferskum.

Ef Ísland tapar fyrir Svartfjallalandi í dag er óljóst í hvaða sæti við lendum en Svartfjallaland og annaðhvort Króatía eða Hollandi ná okkur þá að stigum. Innbyrðisviðureignir gilda en einnig markatala. Ísland er með betri markatölu en þessi lið.

Ísland er sigurstranglegra en Svartfjallaland ef horft er til fyrri úrslita. Þó ber að hafa í huga að Svartfjallaland sigraði Króatíu sem aftur vann Ísland. Svartfjallaland tapaði hins vegar fyrir Hollandi og Frakklandi, en Ísland hefur lagt bæði liðin að velli í mótinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Í gær

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Í gær

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“