fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Frábær byrjun hjá Strákunum okkar – „Hvað kom fyrir Aron?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 15:06

Viktor Gísli Hallgrímsson - Mynd/HSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikur Íslands og Svartfjallalands í milliriðli Evrópumótsins í handbolta hófst klukkan 14:30 í dag. Ísland fékk góðan styrk fyrir leikinn en þrír leikmenn liðsins losnuðu úr einangrun í dag, þeir Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson.

Aron þakkaði veirunni fyrir að drífa sig í burt með því að skora fyrsta mark leiksins en skömmu síðar fór hann meiddur út af. Ekki er víst hvað amar að en Aron fór ekki aftur inn á í fyrri hálfleiknum.

Viktor Gísli stóð sig eins og hetja í hálfleiknum og varði hvert skotið á fætur öðru, það er að segja þau fáu skot sem íslenska vörnin hleypti framhjá sér.

Staðan í hálfleik: 8 – 17 fyrir Íslandi.

Ísland verður að vinna leikinn til þess að komast áfram úr milliriðlinum og er þetta því algjör draumabyrjun. Síðan þurfum við að halda með Danmörku í leik þeirra gegn Frakklandi síðar í dag því við þurfum á sigri nágranna okkar að halda til að komast upp úr riðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings