fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Vilja að Landlæknir stöðvi bólusetningarátak hjá börnum – Segja Þórólf hafa ýkt hættuna sem börnum stafar af Covid-19

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 11:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin frelsi og ábyrgð sendu í gær kvörtun á Landlækni vegna „einhliða og villandi“ framsetningar á gagnsemi bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára. Vísað er sérstaklega til Comirnaty bóluefnisins, sem almenningur þekkir líklega betur undir nafni framleiðandans, Pfizer.

Í kvörtuninni, sem DV hefur undir höndum, kemur fram að félagið telji upplýsingagjöf sóttvarnalæknis, Þórólfs Guðnasonar, hafa einkennst af „rangfærslum sem miða að því að skapa óraunhæfar væntingar til gagnsemi bóluefnisins.“ Þá halda þau því fram að lítið sé gert úr áhættu sem fylgir notkun bóluefnisins til skemmri og lengri tíma.

„Omicron afbrigðið er þegar orðið 90% greindra smita. Virkni Comirnaty bóluefnisins gegn omicron hjá börnum hefur alls ekki verið rannsökuð. Notkun þess er því ólögleg tilraun til að kanna tilgátu sóttvarnalæknis um góða virkni bóluefnisins gegn þessu nýja afbrigði,“ segir félagið í kvörtun sinni.

Arnar Þór Jónsson, fyrrum héraðsdómari, er lögmaður samtakanna og sendir kvörtunina fyrir þeirra hönd.

Krefst Arnar fyrir hönd samtakanna að landlæknir leggi fyrir sóttvarnalækni að stöðva bólusetningarátakið sem hófst á mánudaginn þar til embættið hefur framkvæmt úttekt á áreiðanleika forsendna sem sóttvarnalæknir byggir á. Þá er þess krafist að embættið skoði athugasemdir sem gerðar hafa verið við upplýsingagjöf sóttvarnalæknis.

Í bréfinu eru 14 athugasemdir við opinberan málflutning Þórólfs útlistaðar. Á meðal þeirra skrifa sem gerð eru athugasemd við eru greinar sem birtast eftir Þórólf á vefsíðunni Covid.is, viðtöl við Þórólf í fjölmiðlum og upplýsingar sem komu fram í máli Þórólfs og undirmanna hans á upplýsingafundum almannavarna.

Arnar hafði áður kært leyfisveitingu Lyfjastofnunar til heilbrigðisráðuneytisins fyrir hönd Samtakanna frelsi og ábyrgð, en kærunni var vísað frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið